Opinn fyrirlestur - Ekaterina Mikhailova | Háskóli Íslands Skip to main content

Opinn fyrirlestur - Ekaterina Mikhailova

Hvenær 
5. janúar 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Askja

N-131

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Draumar, vonir og ótti rússneskrar ferðaþjónustu frá sjónarhorni landamærahéraða Rússlands

Föstudaginn 5. janúar nk. mun Ekaterina Mikhailova, rannsakandi við landfræðideild Lomonosov Moscow State University halda erindi um þróun ferðaþjónustu í samhengi landamærahéraða Rússlands. Erindið byggir á vettvangsrannsóknum sem fóru fram á árunum 2013 til 2017. Gögnum var safnað meðal fyrirtækja í ferðaþjónustu og fólks sem starfar hjá hinu opinbera í sveitar- og héraðsstjórnum. Ekaterina mun fjalla um tilraunir til að efla ferðaþjónustu í landamærahéruðum Rússlands og beina athyglinni sérstaklega að landamærasvæðum Rússlands og Noregs, Rússlands og Finnlands og Rússlands og Kína. Erindið mun þar að auki snerta spurningar um stöðu Rússlands sem áfangastaðar ferðamanna, hlutverk landamærahéraða landsins í þróun ferðaþjónustu, hvernig “hið rússneska” er sett á svið og nýtt í norður- og austurhéruðum landsins og hvaða tækifæri og ógnanir blasa við ferðaþjónustu í landamærahéruðum Rússlands í lok árs 2017.

Ekaterina Mikhailova

Opinn fyrirlestur - Ekaterina Mikhailova

Netspjall