Skip to main content

Netfyrirlestur um hinsegin málefni og rannsóknir: Dr. Mohammad Naeimi

Netfyrirlestur um hinsegin málefni og rannsóknir: Dr. Mohammad Naeimi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. janúar 2022 15:00 til 16:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn fer fram á Zoom.
Lykilorð: 268300

Ontology and Phenomenology of Queer Muslims in the Time of Homonationalism and Religious Fundamentalism.
Dr. Mohammad Naeimi, Aðjúnkt við Menntavísindasvið.

Í erindinu verður fjallað um mótun sjálfsveruháttar hinsegin múslima og hvernig samtvinnun mismunabreyta mótar reynslu þeirra og sjálfsvitund. Stuðst verður við hugmyndir og skrif Söru Ahmed um hinsegin fyrirbærafræði en jafnframt verður leitað í kenningar Michael Foucault um hvernig sjálfið er mótað í gegnum orðræðuna. Segja má að hinsegin múslimar trufli hina ríkjandi orðræðu á Vesturlöndum sem og á tíðum hverfist um hvítleika og samkynhneigða þjóðernishyggju. 

Fyrsta innleggið í netfyrirlestraröð um „hinsegin málefni og rannsóknir í hnattrænum heimi“. Jón Ingvar Kjaran, prófessor við Menntavísindasvið og sérfræðingur í hinsegin málefnum skipuleggur og stýrir fyrirlestraröðinni.