Skip to main content

Misvægi kynja í stjórnunarstöðum á Íslandi

Misvægi kynja í stjórnunarstöðum á Íslandi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
28. janúar 2020 12:00 til 13:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands stendur fyrir opnum fundi um stöðu kynjanna í stjórnunarstöðum í íslensku atvinnulífi. Hvað þarf til að jafna stöðuna? Eru engin smitáhrif af lögum sem sett voru á stjórnir fyrirtækja sem eiga að tryggja jafnan hlut karla og kvenna. Er raunhæft að setja kynjakvóta á framkvæmdastjórnir?

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands setur fundinn. Ásta Dís Óladóttir, lektor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands kynnir niðurstöður rannsóknar sem ber heitið: Er skortur á framboði eða er engin eftirspurn eftir konum í æðstu stjórnunarstöður?

Panelumræða

Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands.

Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA stýrir fundi.

Hér verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum streymi.

Opinn umræðufundur í Hátíðasal Háskóla Íslands 28. janúar kl. 12-13.

Misvægi kynja í stjórnunarstöðum á Íslandi