Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. maí 2018 14:00 til 15:30
Hvar 

Askja

Fundarherbergi Jarðvísindastofnunar

Nánar 
Allir velkomnir

Meistaranemi: Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir

Heiti verkefnis: Hlutur apatíts í Heklukviku: snefilefnadreifing milli steinda og bráðar

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinandi: Olgeir Sigmarsson, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans 

Aðrir í meistaranefnd: Enikö Bali, dósent og
Þorvaldur Þórðarson, prófessor, bæði við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Prófdómari: Kristján Jónasson, sviðsstjóri jarðfræði og jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

___________________________________________

Ágrip

Vikur og gjóska frá Heklu hafa verið skoðuð til þess að skýra frekar út mikilvægi hlutkristöllunar og hlutbræðslu skorpu við kvikumyndun í eldstöðinni. Birtar eru aðal- og snefilefnagreiningar gerðar á gleri og í steindum og sýnin spanna efnasamsetningu frá basalti yfir í rhýólít og innihalda aðeins fáa kristalla. Ólivín kristallar hafa Fo innihald frá 71-12% en eru einsleitir í hverju sýni fyrir sig. Plagióklas kristallar hafa An innihald frá An36 til An66 og sýna sums staðar beltun. Klínópýroxenar hafa Mg# frá 30 til 76 og flúor-apatít er algeng aukasteind í Heklukviku en finnst þó ekki í basalti. Aðrar aukasteindir eru járn-títan oxíð í öllum sýnum og súlfíð í rhýólíti. Sc og Y hafa dreifistuðul (D) hærri en einn í klínópýroxen, sem og sjaldgæfu jarðmálmarnir í þróaðri sýnum. Strontíum hefur D hærri en einn í plagíóklas, sem og Eu í þróaðri sýnum. Birtar eru fyrstu snefilefnagreiningar gerðar á flúor-apatíti í Heklu og Íslandi og þær sýna hversu vel apatít tekur til sín ýmis efni úr kvikunni. Strontíum, Y, sjaldgæfu jarðmálmarnir, Th og U hafa öll dreifistuðul (D) hærri en einn og eru því öll innangarðsefni í apatíti. Apatít hefur DU/DTh nálægt einum og tekur þá U ekki frá Th. Því getur apatít kristöllun ekki skýrt út lægra U/Th í súrri Heklukviku. Líklegra er því að súr kvika í Heklu myndist vegna hlutbráðnunar á vatnaðri og ummyndaðri skorpu. Vatnsinnihald H1158 dasít kvikunnar er ákvarðað með hitamælum og reynist vera 4-6 þunga%. Ef vatnaða og ummyndaða skorpan undir Heklu hefur hlutbráðnað 10-20% til að mynda dasítbráð, þarf hún ekki að innihalda upphaflega nema 0.4-1.2 % vatn. Þetta lága vatnsinnihald frumbergsins útskýrir vel hærri δ18O gildi sem finnast í súrri Heklukviku samanborið við súra kviku frá rekbeltinu.

Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir

Meistarafyrirlestur í jarðfræði - Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir