Skip to main content

Meistarafyrirlestur í efnafræði - Dmitrii Razinkov

Meistarafyrirlestur í efnafræði - Dmitrii Razinkov - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. desember 2019 13:00 til 14:00
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Dmitrii Razinkov

Heiti verkefnis: Efnasmíðar á 2:1 og 1:1 fosfínoyldiþíóformat mólybdenum flókum og hvörf þeirra við þíirön

___________________________________________

Deild: Raunvísindadeild

Leiðbeinendur: Sigríður G. Suman og Ágúst Kvaran, bæði prófessorar við Raunvísindadeild

Prófdómari: Gissur Örlygsson, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Ágrip

Hefðbundnar leiðir til að mynda þíirön nýtir kjarnsækna árás brennisteinsgjafa á epoxíð og hringlokun í kjölfarið. Þetta er tveggja skrefa ferli sem hefur ákveðna galla eins og óæskileg hliðarhvörf, og fjölliðun. Málmhvötuð álagning brennisteins á alken í einu skrefi hefur lítið verið rannsakað og almenn aðferð til efnasmíða þíirana er ekki til. Til að rannsaka málmhvataðann flutning brennisteinsatóma voru smíðaðir mólybdenum flókar með fosfínoyldíþíóformat tenglum, og greindir. Flókarnir voru hvarfaðir í efnahvörfum með própýlen súlfíði og síklóhexen súlfíði og myndefni greind. Niðurstöðurnar sýna að flókarnir eru færir um að fjarlægja brennistein á skilvirkann hátt, sem gefur góð fyrirheit fyrir áframhaldandi rannsóknir.