Skip to main content

Málþing um berkla og menningu

Málþing um berkla og menningu - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
23. mars 2019 10:00 til 13:00
Hvar 

Þjóðminjasafn

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í sumar eru 100 ár liðin frá dauða Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Hann var einn af fjölmörgum skáldum og rithöfundum sem dóu úr berklum eða tæringu. Af þessu tilefni efnir Félag Áhugamanna um Sögu Læknisfræðinnar og Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands til málþings um berkla og menningu laugardaginn 23. mars kl. 10-13 í Þjóðminjasafninu.

Rætt verður um sögu berkla og berklahæla á Íslandi og áhrif berkla á menningarsöguna. Rögnvaldur Ólafsson nam byggingarlist, en þurfti að hverfa frá námi í Kaupmannahöfn vegna berklaveiki, en var samt fyrsti nútíma húsameistarinn sem Íslendingar eignuðust. Hann teiknaði meðal annars berklahælið á Vífilstöðum, þar sem hann lést árið 1917.  Fjallað verður um berkla í óperum með dæmum. Jóhann Sigurjónsson og deyjandi skáld verða til umfjöllunar. Berklar höfðu gífurleg áhrif á íslenskt samfélag á síðustu öld. Þeir lögðu að velli fjölmargt ungt fólk og sú fjölskylda var vandfundin sem ekki átti um sárt að binda eftir sjúkdóminn. Margir efnilegur listamenn lutu í lægra haldi fyrir berklunum s.s. Guðmundur skólaskáld Guðmundsson, Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Jónsson og Jóhann Gunnar Sigurðsson. Berklarnir eða Hvíti dauðinn voru raunverulegur ógnvaldur sem allir óttuðust. Engin örugg meðferð var til fyrr en um miðja öldina.

Á málþinginu verður þessari flóknu sögu gerð skil og varpað ljósi á þau gífurlegu áhrif sem berklarnir höfðu á mannlífið.

Dagskrá:

  • 10:00-10:40 Berklar og afleiðingar  þeirra á Íslandi  Helgi Sigurðsson, yfirlæknir og prófessor í krabbameinslækningum
  • 10:40-11:10 Sögur af berklum og Kristneshælið María Pálsdóttir, leikkona
  • 11:10-11:30 Berklar í óperum Óttar Guðmundsson, geðlæknir
    Jóhanna V. Þórhallsdóttir, tónlistarkona
  • 11:30-11:50 Kaffihlé
  • 11:50-12:20 Jóhann Sigurjónsson. Draumurinn um að drepa dauðann Dagný Kristjánsdóttir,  prófessor í íslenskum nútímabókmenntum
  • 12:20-12:50 Berklar og deyjandi skáld Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum síðari alda
  • 12:50-13:00 Umræður

Fundarstjóri:  Torfi Tulinius, prófessor

Jóhann Sigurjónsson og deyjandi skáld verða til umfjöllunar á málþinginu. Berklar höfðu gífurleg áhrif á íslenskt samfélag á síðustu öld og þeir lögðu að velli fjölmargt ungt fólk og sú fjölskylda var vandfundin sem ekki átti um sárt að binda eftir sjúkdóminn. Margir efnilegur listamenn lutu í lægra haldi fyrir berklunum.

Málþing um berkla og menningu