Kynning á meistaranámi í iðnaðarlíftækni | Háskóli Íslands Skip to main content

Kynning á meistaranámi í iðnaðarlíftækni

Hvenær 
11. apríl 2019 16:30 til 17:30
Hvar 

Háskólatorg

HT-102

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kynningarfundur fyrir nýja og spennandi meistaranámsleið í iðnaðarlíftækni fer fram fimmtudaginn 11. apríl kl. 16.30 í stofu HT-102 á Háskólatorgi.

Heilbrigðisvísindasvið og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands standa saman að námsleiðinni í nánu samstarfi við alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvotech. Námsleiðin skapar ótal möguleika fyrir nemendur til þátttöku í nýsköpun á sviði líftækni.

Námið er kjörið fyrir þá sem hafa lokið grunnnámi í raun- eða lífvísindum, heilbrigðisvísindum, verkfræði eða öðru sambærilegu námi og í náminu öðlast nemendur víðan skilning á nýtingu líftækninnar í iðnaði.

Nemendum gefst færi á að vinna hagnýt rannsóknarverkefni í samstarfi við íslensk líftæknifyrirtæki eins og Alvotech og sérfræðingar úr íslensku atvinnulífi og vísindamenn frá Alvotech koma að kennslu í náminu.

Námið skapar nemendum ótal tækifæri í atvinnulífi, bæði hjá sprotafyrirtækjum og stærri fyrirtækjum og stofnunum í líftækni.

Nánari upplýsingar á vef námsleiðarinnar

Dagskrá kynningarfundarins verður birt innan skamms en fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Umsóknarfrestur um meistaranám í Háskóla Íslands í er til 15. apríl

Kynningarfundur fyrir nýja og spennandi meistaranámsleið í iðnaðarlíftækni fer fram fimmtudaginn 11. apríl kl. 16.30 í stofu HT-102 á Háskólatorgi.

Kynning á meistaranámi í iðnaðarlíftækni