Fyrirlestrar á vegum námsgreinarinnar þýsku | Háskóli Íslands Skip to main content

Fyrirlestrar á vegum námsgreinarinnar þýsku

Hvenær 
12. október 2017 15:00 til 16:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 103

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á vegum námsgreinarinnar þýsku í Mála- og menningardeild verða haldnir tveir fyrirlestrar þann 12. október kl. 15:00 í stofu 103 í Veröld - Húsi Vigdísar.

Fyrri fyrirlesturinn heldur prófessor Norbert Richard Wolf um málvísindi sem grundvallartextavísindi eða hvernig málfræði nýtist til þess að skilja texta. Wolf er prófessor emeritus við Háskólann í Würzburg í Þýskalandi og heiðursdoktor við fjóra háskóla (í Svíþjóð, Finnlandi og Tékklandi). Fyrirlesturinn nefnist 'Sprachwissenschaft als grundlegende Textwissenschaft' Oder: Wie Grammatik hilft, Texte zu verstehen.

Seinni fyrirlesturinn heldur Ewald Reuter, prófessor við Háskólann í Tampere í Finnlandi, og nefnist hann Mehrsprachige Germanistinnen im Beruf. Ergebnisse einer Verbleibstudie unter finnischen Germanistikalumnae. Í fyrirlestrinum skýrir Ewald Reuter frá rannsókn sem lýtur að fjöltyngdum finnskum þýskufræðingum í atvinnulífinu.

Norbert Wolf og Ewald Reuter.

Netspjall