Skip to main content

Doktorsfyrirlestur í Iðnaðarverkfræði - Julian Torres de Pinto

Doktorsfyrirlestur í Iðnaðarverkfræði - Julian Torres de Pinto - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. júní 2019 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Doktorsefni: Dr. Julian Torres de Pinto

Heiti ritgerðar: Sjálfbær auðlindastjórnun í evrópskum stálframleiðslukeðjum

Julian Torres de Pinto varði doktorsritgerð sína við Université Clermont Auvergne í byrjun apríl. Hér er því um doktorsfyrirlestur að ræða.

Andmælendur:

Dr. Bruno Oberle, prófessor við École Polytechnique Fédérale de Lausanne (EPFL) í Sviss.

Dr. Jackie Krafft,  prófessor við Centre National de la Recherche Scientifique (CNRS) í Frakklandi.

Leiðbeinendur: 

Arnaud Diemer, Université Clermont Auvergne í Frakklandi, og Harald U. Sverdrup, Háskóla Íslands.

Doktorsnefnd: 

Próf. dr. Vianney Dequiedt; Centre d’Études et Recherches sur Développement International (CERDI, Frakklandi) Vice-President of Research,

Dr. Claude-Gilles Dussap; Polytech, Université Clermont Auvergne General Dep,

Próf. dr. Bruno Oberle; École Polytechnique Fédérale de Lausanne (EPFL, Sviss) Chairman of Green Economy and Resource Governance,

Próf. dr. Jackie Krafft; Centre National de la Recherche Scientifique (CNRS, Frakklandi) Director of Research in Economics,

Próf. dr. Valeria Schwanitz.

Doktorsvörn stýrir: 

Rúnar Unnþórsson, deildarforseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar Háskóla Íslands.

Ágrip:

Evrópski stáliðnaðurinn ætti að taka frumkvæðið

Í því skyni að viðhalda eignarhaldi auðlinda og sjálfbærni hráefna ættu stálframleiðendur að marka nýja stefnu með því að setja fjármagn í endurvinnsluþjónustu og stuðla þannig að hringrásarferli.

Þarna er lykillinn að því að draga úr áhyggjum vegna stálframboðs til lengri tíma litið, á sama tíma og það skapar nýjar tekjur á nýjum mörkuðum.

Þetta krefst aðgerða bæði frá atvinnulífinu og stjórnmálastofnunum svo að umhverfisskuldbindingar sem fela í sér hringrásarferli verði áfram uppfylltar, þar sem stálframleiðendur eða viðskiptavinir þeirra forgangsraða fjárfestingum sínum í samþættingu birgðakeðja og endurheimt sérhæfðra málma og málma af skornum skammti við endurvinnslu.

Leggja þarf áherslu á rekstrarhagkvæmni, endurvinnslu, tækni og kostnaðarlækkun sem fer fram úr framleiðslugetu en draga má þann lærdóm af kínverskum iðnaði síðasta áratuginn að slíkt sé vel gerlegt.

Stálframleiðendur ættu því að fylgjast vel með skipulags- og fjármagnskostnaði þar sem jafnvægi milli verðs og nýtingarmöguleika verður viðkvæmara og notkun áhættuvarna eykst til muna.

Á tímabilinu 2051–2054 verður annaðhvort fjármagnsskortur eða hnignun í vinnslu hágæða járngrýtis og því munu BFBOF stálframleiðendur þurfa að berjast við að standast samkeppni og auka nýtingarmöguleika.

Einnig munu erfiðleikar í tengslum við stálframleiðslu EAF aukast með hækkun rafmagns- og málmverðs og jafnvel þó að haldið verði áfram að flytja málmrusl út úr Evrópu mun verð þess lækka hægar en búist var við.

En það sem örvar sumar atvinnugreinar gæti aftrað öðrum og þeir sem leggja sitt af mörkum við framleiðslu á stálrusli eru yfirleitt framleiðendur varnings sem inniheldur stálvörur með styttri líftíma.

Þrátt fyrir að aukið hringrásarferli, með því að lengja líftíma stáls, muni líklega leiða til minni eftirspurnar eftir nýju stáli, er jafnvægi að finna og það byggir á því að evrópski stáliðnaðurinn taki stjórn þessara mála í sínar hendur.

Um doktorsefnið:  

Julian Torres de Pinto er fæddur 1988. Hann stundaði nám við FAE Business School í Brasilíu á árunum 2006-2011 og lauk þaðan BA-námi í viðskiptafræði (BBA) og MBA-námi með áherslu á vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar. Hann lauk tvöföldu M.Sc. prófi í verkfræði (Environmental Management og International Flow Management) frá Universidade Positivo í Brasilíu og Hochschule Trier í Þýskalandi árið 2014. Árið 2017 lauk Julian M.Ed. prófi í sjálfbærri þróun (Sustainable Development) frá Université Clermount Auvergne í Frakklandi. Haustið 2016 hóf hann nám til sameiginlegrar Ph.D. gráðu við Háskóla Íslands og Université Clermont Auvergne, Frakklandi.

Undanfarin þrjú ár hefur Julian unnið að rannsóknum á vegum Marie Curie verkefnisins AdaptEconII, sem er styrkt af Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. AdaptEconII er þjálfunarverkefni fyrir 12 dokorsnema við HÍ, Stokkhólmsháskóla og Clairmont Auvergne Háskólann í Frakklandi og er stýrt af Kristínu Völu Ragnarsdóttur, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Við HÍ eru nemendur hluti af doktorsnámi í Umhverfis- og auðlindafræði.

Julian Torres de Pinto.

Doktorsfyrirlestur í Iðnaðarverkfræði