Skip to main content

MS-nám (einstaklingsbundið) í sálfræði

““

MS-nám í sálfræði er einstaklingsbundið, rannsóknatengt nám í samstarfi við einhvern af fastráðnum kennurum Sálfræðideildar (lektor, dósent eða prófessor). Það er tveggja ára nám til 120 eininga. Þungamiðja námsins er rannsóknarverkefni og skrif greina eða ritgerðar sem byggjast á því. Aðeins er hægt að sækja um námið með leyfi tilvonandi leiðbeinanda. 

Inntökuskilyrði 
Skilyrði til inntöku í MS-nám í sálfræði er BA/BS-nám í sálfræði með góðum árangri. 

Að námi loknu
Námið gerir fólki kleift að takast á við hagnýt og fræðileg viðfangsefni í starfi og er góður grunnur fyrir doktorsnám.

Sjá nánari upplýsingar um einstaklingsbundna MS-námið í sálfræði í Kennsluskrá HÍ