Skip to main content

Að þýða Dante

Að þýða Dante - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. janúar 2019 16:30 til 17:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Einar og Jón Thoroddsen

Á haustdögum kom út þýðing Einars Thoroddsen á Víti eftir ítalska skáldið Dante Alighieri. Bræðurnir Einar og Jón Thoroddsen ræða um glímuna við að staðfæra Gleðileik Dantes yfir í íslenska ljóðahefð. Verða lesnir kaflar úr Víti og þýðingar úr ýmsum tungumálum bornar saman við frumtexta.

Einnig mun Sólveig Thoroddsen leika á ítalska barokkhörpu.

Þýðingin á Víti Dantes er ein sex bóka sem tilnefndar eru til Íslensku þýðingarverðlaunanna sem veitt verða í febrúar næstkomandi. Dómnefndin segir um þýðingu Einars Thoroddsen á Víti Dantes, í ritstjórn Jóns Thoroddsen:

„Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante Alighieri er eitt áhrifamesta bókmenntaverk allra tíma. Fyrsti hluti þessa sjöhundruð ára gamla söguljóðs, Víti, birtist nú í fyrsta skipti í heild sinni í bundnu máli á íslensku. Áralöng glíma þýðandans, Einars Thoroddsen, við ítalska rímformið, tersínuháttinn, sem hann setur sér að vinna eftir, er virðingarverð og reynir verulega á þanþol tungumálsins. Þótt þýðandinn beri ætíð virðingu fyrir upprunaverkinu verður þýðingin á köflum gáskafull og fjörug með óvæntum og oft grínaktugum tilvísunum í íslenskan sagnaarf og þjóðsögur.“

facebook viðburður

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Að þýða Dante
Einar og Jón Thoroddsen

Að þýða Dante