Skip to main content
23. nóvember 2017

Hvað skiptir máli í menntun leikskólabarna?

Hvað skiptir máli í menntun leikskólabarna? - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ríflega sextíu leikskólakennarar og sérfræðingar á sviði menntunarfræða ungra barna tóku nýverið þátt í viðburði á vegum RannUng. Tilefnið var fyrirlestur Michel Vandenbroeck, dósents við Ghent-háskóla í Belgíu, sem fram fór á ráðstefnu EECRA-samtakanna síðasta sumar. 

Fyrirlestur Vandenbroeck fjallaði í meginatriðum um að staðreyndir skipti vissulega máli en það sama eigi einnig við um skoðanir sem byggja á reynslu. Svipuð umræða hefur átt sér stað í fleiri löndum víða um heim. Fyrirlestur hans þótti gott innlegg í þá umræðu og því tilvalið að bjóða þeim sem hafa með menntun leikskólabarna á Íslandi að gera til sameiginlegs áhorfs á fyrirlesturinn og umræðna að því loknu. 

Mikill samhljómur var meðal þátttakenda um mikilvægi þess að allir hagsmunaaðilar hér á landi komi að ákvarðanatöku um menntun ungra barna. 

Myndir frá viðburðinum.

Mikill samhljómur var meðal þátttakenda um mikilvægi þess að allir hagsmunaaðilar hér á landi komi að ákvarðanatöku um menntun ungra barna.