Skip to main content
17. maí 2016

Undirskrift samstarfssamnings

""

Á dögunum var undirritaður samstarfssamningur Félags- og mannvísindadeildar og Hagstofu Íslands. Markmið samningsins er að auka samstarf Hagstofu Íslands og Félags- og mannvísindadeildar á sviði rannsókna með því að veita nemendum í meistaranámi við deildina tækifæri til að vinna lokaverkefni í samstarfi við Hagstofuna.

Helgi Gunnlaugsson, forseti Félags- og mannvísindadeildar, og Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs, undirrituðu samninginn og Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri fyrir hönd Hagstofunnar. Aðrir viðstaddir undirskriftina voru fyrir hönd Hagstofunnar Hrafnhildur Arnkelsdóttir sviðsstjóri, Ólafur Arnar Þórðarson starfsmannastjóri og Lydía Ósk Ómarsdóttir frá rannsóknaþjónustu. Fyrir hönd Félags- og mannvísindadeildar voru viðstödd Stefán Hrafn Jónsson prófessor, sem jafnframt verður tengiliður deildarinnar við Hagstofuna, og Brynhildur L. Björnsdóttir, deildarstjóri Félags- og mannvísindadeildar.

 

Frá undirritun samstarfssamnings Félags- og mannvísindadeildar og Hagstofu Íslands
Frá undirritun samstarfssamnings Félags- og mannvísindadeildar og Hagstofu Íslands