Um MA-nám í evrópskum tungumálum, sögu og menningu | Háskóli Íslands Skip to main content

Um MA-nám í evrópskum tungumálum, sögu og menningu

Evrópsk tungumál, saga og menning er þverfræðilegt meistaranám sem gerir nemendum kleift að auka kunnáttu og hæfni sína í tveimur erlendum tungumálum (dönsku, ensku, frönsku, spænsku eða þýsku) um leið og þeir afla sér þekkingar á sviði samtímasögu, þar sem megináhersla er lögð á stjórnmál, menningu og hugmyndaheim Evrópu.

Námsleiðin gerir sérhæft nám í erlendum tungumálum á meistarastigi aðgengilegt fyrir þá sem ekki hafa lokið BA-námi í tungumálagreinum, en sem búa engu að síður yfir nægilegri kunnáttu til að stunda nám á meistarastigi í viðkomandi tungumálum. Þá gerir námið nemendur betur í stakk búna til að takast á störf á sviði alþjóðamála og Evrópusamstarfs.

Nemendur njóta handleiðslu viðurkenndra fræðimanna í þeim deildum sem að náminu standa, Mála- og menningardeild og Sagnfræði- og heimspekideild.

Inntökuskilyrði

Nemendur sem sækja um hagnýtt meistaranám í Evrópumálum sögu og menningu skulu hafa lokið BA-, BS- eða B.Ed -prófi eða jafngildi þess með fyrstu einkunn (7,25) eða jafngildi hennar. Í upphafi náms þreyta nemendur skriflegt og munnlegt stöðupróf í þeim erlendu tungumálum sem þeir vilja leggja stund á. Miðað er við að færni nemenda í upphafi náms sé C1 samkvæmt viðmiðunarramma Evrópuráðsins.

Ef eitthvað skortir á almenna undirstöðu nemenda er heimilt er að gera kröfu um að þeir ljúki ákveðnum námskeiðum á BA- stigi til viðbótar þeim 90 einingum sem krafist er á meistarastigi. Þessum viðbótarnámskeiðum skal nemandi ljúka á fyrsta misseri námsins.

Markhópur

Markhópur námsleiðar í Evrópumálum, sögu og menningu eru nemendur sem vilja auka þekkingu sína á sögu, menningu og hugmyndaheimi Evrópubúa og kunnáttu  í erlendum tungumálum með það fyrir augum að taka þátt í Evrópusamstarfi og / eða vera betur í stakk búnir til að sinna störfum á þessu sviði.  

Tvær námsleiðir eru í boði, Evrópsk tungumál, saga og menning til 120 eininga og til 90 eininga.

Hægt er að hafa samband við verkefnastjóra deildar og verkefnastjóra alþjóðamála til að fá nánari upplýsingar um nám og skiptinám.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.