Kennslufræði verk- og starfsmenntunar
Kennslufræði verk- og starfsmenntunar
B.Ed. gráða – 120 einingar
Ertu með löggilt lokapróf í iðngrein, listgrein, verkgrein eða starfsgrein? Kennslufræði verk- og starfsmenntunar er fyrir þau sem hafa áhuga á að kenna sitt fag í framhaldsskóla eða í efstu bekkjum grunnskóla. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að starfa sem kennarar.
Skipulag náms
Inngangur að uppeldis- og menntunarfræði (UME101G)
Gert er ráð fyrir að nemendur taki þetta námskeið á fyrsta ári. Fjallað verður um grunnhugtök og nokkur helstu viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði kynnt. Rætt verður um þróun hennar sem fræði- og starfsgreinar og um sérstöðu hennar og tengsl við aðrar greinar. Kynnt verður ágrip af sögu evrópskra uppeldishugmynda og fjallað um íslenska uppeldis- og skólasögu. Fjallað verður um aðstæður ungs fólks í nútímasamfélagi og ýmis deiluefni í mennta- og uppeldismálum. Gerð verður grein fyrir ólíkum sjónarhornum og hugmyndum um úrlausn.
Námskeiðið er opið staðnemum og fjarnemum. Ekki er mætingaskylda í námskeiðið en nemendur eindregið hvattir til að mæta í umræðutíma. Kennarar útbúa upptökur í hverri viku með umfjöllun og leiðsögn um lesefni og nemendur mæta vikulega í umræðutíma annað hvort á staðnum eða í gegnum fjarfundabúnað. Í þessu námskeiði er fyrirkomulag fyrir fjarnema Fjarnám með virkniskyldu í rauntíma.
Aðferðafræði og menntarannsóknir (KME501G)
Viðfangsefni námskeiðsins fela í sér tvennt. Annars vegar er um að ræða þjálfun í rannsóknaraðferðum, meðferð gagna og úrvinnslu þeirra og hins vegar læsi á menntarannsóknir, sem aðrir hafa framkvæmt og niðurstöður þeirra. Í öllum þáttum námskeiðsins er lögð áhersla á þekkingu og skilning á helstu hugtökum og hugmyndum úr aðferðafræði menntarannsókna. Gert er ráð fyrir að nemendur kynni sér þessi hugtök í lesefninu og beiti þeim í verkefnum er tengjast megindlegum, eigindlegum og blönduðum aðferðum, einnig aðferðum við starfendarannsóknir.
Vinnulag á námskeiðinu felst í fyrirlestrum, kynningum og vettvangstengdum viðfangsefnum. Reynt er að samhæfa viðfangsefni þeirra sem sækja tíma reglulega og þeirra sem stunda námið að mestu sem fjarnemar.
Lokaverkefni (LVG602L)
Undir lok grunnnámsins vinna nemendur verkefni að eigin vali sem er eins konar smiðshögg á nám þeirra. Lokaverkefnið skal tengjast grein eða sérhæfingu þeirra og hafa gildi á sviði kennslu eða þjálfunar. Verkefnið getur fræðileg ritgerð sem byggist á rannsókn og heimildavinnu en það má einnig vera annars konar verkefni sem tengt er skólastarfi og kennslu á þeim vettvangi sem nemandi hefur sérhæft sig í, svo sem námsefni, námskrá eða þróunarverkefni. Slíkum verkum þarf þó alltaf að fylgja umfjöllun um tengsl við fræðin og greinargerð samkvæmt nánari leiðbeiningum. Gert er ráð fyrir að nemendur dýpki þekkingu sína í aðferðafræði í tengslum við verkefnið og sýni fram á fagleg vinnubrögð í öflun og notkun heimilda.
Vinnulag: Nemendur vinna sjálfstætt að lokaverkefni sínu með ráðgjöf frá leiðsögukennara sem valinn er úr hópi kennara við Menntavísindasvið HÍ nema samið sé um annað. Lokaverkefni vinna nemendur einir. Nánari leiðbeiningar um tilhögun, vinnulag og frágang við lokaverkefni er að finna á vef lokaverkefna í grunnnámi í Uglu undir Fræðasvið - Menntavísindasvið - Fyrir nemendur.
- Haust
- Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpunVE
- Óháð misseri
- Tjáning og samskiptiV
- Forritun og tæknismiðjurVE
- Gamalt handverk í skólastarfiV
- Netnám og opin menntunV
- Tómstundir og unglingarV
- Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttisVE
- Útikennsla og græn nytjahönnunVE
- Tómstundir og unglingarV
- Fata- og nytjahlutahönnunVE
- Heimspeki og hugmyndasaga menntunarV
- Nám og kennsla á NetinuV
- Siðfræði og fagmennskaV
- Þroska- og námssálarfræðiV
- Einelti, forvarnir og inngripV
- Að kenna um rafmagn og segulmagnV
- Þemavinna með upplýsinga- og samskiptatækniVE
- Félagsfræði uppeldis og menntunarV
- Kennslufræði hönnunar og smíða IVE
- Nám og hönnun: Verkfræðileg sálfræðiVE
- Hugmynda- og hönnunarvinnaVE
- Viðburða- og verkefnastjórnunV
Sjálfbærni í textíl – neysla, nýting og nýsköpun (LVG106F)
Markmiðið er að virkja umhverfisvæna hugsun í verki og tengja sjálfbærni í textíl við sjálfbæran og ábyrgan lífsstíl. Markmiðið er einnig að ná utan um þá þætti sem textílgreinin hefur upp á að bjóða í slíkum aðgerðum. Hvatt er til sjálfbærrar hugsunar, sköpunar og nývirkni, það að búa til eitthvað alveg nýtt eða endurbæta fatnað og aðrar textílafurðir sem þegar eru til staðar. Fylgt er eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar og aðferðafræði og ferli hönnunar og nýsköpunar; frá þörf og þekkingu á viðfangsefni og tæknilegum aðferðum til þróunar hugmynda og tilrauna í leit að lausnum. Á námskeiðinu eru gefin upp verkfæri, textílaðferðir og lausnir, en helst ræður för hvaða efni eða fatnaður stendur til boða að endurskapa eða endurnýta hverju sinni. Lögð er áhersla á persónulega sköpun við nálgun viðfangsefna og sjálfstæði í vinnubrögðum. Unnar eru skýrslur eða greinargerðir yfir afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi faggreinarinnar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvernd.
Tjáning og samskipti (TÓS104G)
Nemendur lesa texta um viðfangsefni námskeiðsins og hagnýta sér, ásamt fyrirlestrum og leiðsögn kennara, til að æfa sig í þeirri sköpun, tjáningu og athugun sem skilgreind er í hæfniviðmiðum.
Námskeiðið er skipulagt með það fyrir augum að tengja saman fræði og framkvæmd á þann veg að nemendur vinni þau verk sem námskeiðið snýst um, ræði saman (eða skrifist á) um reynslu sína af viðfangsefnum og læri af henni. Í þessu felst meðal annars ræðuþjálfun, leikræn tjáning og greining á samskiptum. Að auki verður áhersla á stofnun og stjórnun félagasamtaka, fundarstjórn og fundarsköp.
Forritun og tæknismiðjur (SNU010G)
Nemendur læra einföld forritunarmál og hvernig fella má forritun og vinnu í tæknismiðjum (makerspaces, fablabs) inn í nám. Fjallað verður um forritunarkennslu í skólum, hugmyndir og kenningar um forritun í skólanámi og tengsl við tækniþróun og atvinnulíf. Einnig verður fjallað um forritun fyrir snjalltæki (app) og kynnt námsverkfæri til að búa til slík forrit. Einkum verður unnið með myndræn forritunarmál sem hæfa til margs konar nota í námi og kennslu og sem geta tengst ýmis konar jaðartækjum.
Horft verður til framtíðar og skoðuð sú þróun þegar stafrænn heimur og stýringar á hlutum renna saman (IoT, Internet of things). Unnið verður með hugmyndir um námssmiðjur og námsrými sem henta við nemendamiðað nám þar sem nemendur skapa og vinna með stafræna hluti og virkni í tvívíddar- og þrívíddarheimi og raunverulegum tækjum.
Fjallað verður um hugmyndafræði og kenningar og samfélagsumræðu varðandi „Internet of Things“ og „gerenda“menningu (maker culture). Skoðaðar eru breytingar á framleiðslutækni í persónumiðaða framleiðslu, fjarstýrð og sjálfstýrð verkfæri svo sem dróna og tölvuföt (wearable technology), útbúnað til að skapa sýndarveruleika og möguleika slíkra verkfæra í námi og kennslu.
Gamalt handverk í skólastarfi (LVG004M)
Markmið:
a) Að kenna gamlar handverksaðferðir
b) Að nemendur smíði þjóðlega hluti er byggja á gömlum fyrirmyndum
c) Að þjálfa nemendur í að nýta sér minjasöfn sem uppsprettu verkefna.
Lýsing: Námskeiðið er hugsað fyrir nemendur sem vilja læra gamlar handverksaðferðir. Nemendur kynnast verkaðferðum eins og útskurði, trafaöskjugerð, horna- og beinavinnu og trérennismíði. Lögð er áhersla á gerð verkefna sem nemendur geta nýtt bæði í skólastarfi og í eigin lífi. Lögð er áhersla á íslenskan efnivið. Námskeiðið hentar öllum þeim er vilja leggja áherslu á þjóðlegt, bæði innan list- og verkgreina, í almennu skólastarfi og í leikskóla. Handverk er stór hluti af dýrmætum menningararfi okkar sem mikilvægt er að standa vörð um
A. Inntak / viðfangsefni
a) Nemendur skoða gamalt handverk á söfnum, heimsækja íslenskt handverksfólk og skoða sýningar
b) Nemendur byggja verkefni sín á m.a. gömlum þjóðlegum fyrirmyndum t.d. af söfnum sem þeir útfæra að eigin vild.
c) Nemendur læra gamlar verkaðferðir og nota viðeigandi efnivið til að smíða úr með áherslu á notkun handverkfæra
d.) Nemendur læra um sögu og hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks
B. Hönnun og gerð hluta
a) Nemendur hanna og smíða einfalda nytja hluti svo sem trafaöskju, bakka, prjónastokka, spil, skálar, box, leikföng og einnig skartgripi,
b) Lögð er áhersla á að þátttakendur noti fjölbreytt smíðaefni og náttúruleg yfirborðsefni.
Netnám og opin menntun (SNU014G)
Á námskeiðinu er fjallað um netið sem vettvang náms og fræðslu með áherslu á gervigreind, námssamfélög, sjálfsnám og stafræna þátttöku eða borgaravitund. Nemendur fræðast um hvernig óformlegt og óformað nám á sér stað í netumhverfi, þar sem einstaklingar sækja sér þekkingu sem er ekki bundin við hefðbundna kennslu eða námskrá. Sérstaklega verður lögð áhersla á hönnun formlegs námsefnis og námsumhverfis sem styður við óformlegt og óformað nám á netinu. Rýnt verður í kenningar og hugmyndir um óformlegt og óformað nám, svo sem sjálfsákvarðað nám (e. heutagogy, self-determined learning), dreifða vitsmuni (e. distributed cognition) og nám sem byggist á tengslamyndun og uppbyggingu þekkingar- og reynslunets (e. connectivism). Einnig verður fjallað um stafræna borgaravitund (e. digital citizenship) upplýsingalæsi og ýmsar áskoranir sem tengjast netnotkun í nútíma samfélagi. Verklegir þættir námskeiðsins snúast um gerð og notkun opins námsefnis og hugbúnaðar, hönnun námsumhverfis á netinu, sem og skoðun á því hvernig gervigreind getur haft áhrif á nám og kennslu í daglegu lífi.
Þátttakendur munu þróa stafrænar ferilmöppur til að endurspegla sitt persónulega námsferli og munu læra að meta og nýta tækni til að styðja við og efla eigið nám. Námskeiðið er hannað til að vera aðgengilegt og sveigjanlegt, með því að bjóða upp á fjölbreytta verkefnavinnu sem hægt er að laga að þörfum og áhugasviði hvers nemanda. Meðal annars munu nemendur velja sér opið netnámskeið (MOOC) á þeirra áhugasviði sem þeir ljúka sem hluta af námskeiðinu.
Tómstundir og unglingar (TÓS211G)
Markmið: Að nemendur
- Kynnist því tómstundastarfi sem sérstaklega er boðið upp á fyrir unglinga á Íslandi.
- Efli eigin færni og styrk í að vinna með unglingum á vettvangi frítímans.
- Öðlist innsýn í þann heim sem unglingar búa við í dag, má þar nefna hnattvæðingu, fjölmiðla, unglingamenningu og samvistir fjölskyldunnar.
- Kryfji rannsóknir á gildi tómstunda fyrir unglinga.
- Öðlist færni í að greina og bregðast við ofbeldi gegn unglingum, ásamt því að þekkja skyldur og ábyrgð leiðbeinenda.
- Öðlist innsýn í hverskonar frávikshegðun unglinga og hvernig helst megi koma í veg fyrir hana.
- Þrói hugmyndir sínar um tómstundastarf fyrir unglinga með því að gera verkefni á vettvangi.
- Átti sig á mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í öllu starfi með unglingum.
- Geti skipulagt og stjórnað tómstundastarfi fyrir unglinga.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um starf félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, skáta og um trúarlegt starf fyrir unglinga, ásamt félagsstarfi í grunnskólum. Áhersla verður lögð á starfshlutverk tómstundafræðinga við fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarf. Farið verður í skoðun á samfélaginu út frá unglingunum sjálfum og nemendur kryfja gildi tómstunda fyrir unglinga til mergjar. Fjallað verður um helstu einkenni og vandamál sem börn og unglingar eiga við að etja, meðal annars verður fjallað um kenningar, áhættuþætti, eðli og umfang ofbeldis og vanrækslu og mismunandi birtingarform þess. Jafnframt verður fjallað um ofbeldi í fjölskyldum og áhrif þess á unglinga. Ennfremur verður fjallað um löggjöf, úrræði og forvarnarstarf, vinnuaðferðir, viðhorf og viðbrögð fagfólks í slíkum málum. Að lokum verður fjallað um hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda og mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í starfi með unglingum.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, einstaklingsvinna, hópavinna og vettvangsheimsóknir. Nemendur fara í vettvangsheimsóknir og kynna sér starf með unglingum. Nemendur hanna starf í frítíma fyrir unglinga.
Gildi leiklistar í ljósi velferðar og jafnréttis (LVG204F)
Á námskeiðinu fá nemendur hvorutveggja, verklega og bóklega kennslu í leiklist. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis með verklegum skapandi verkefnum. Nemendur kynnast hugmyndasögu leiklistar í stórum dráttum og fjallað verður um gildi leiklistar með skírskotun í kenningar og rannsóknir.
Á námskeiðinu verður unnið út frá jafnrétti og velferð barna með tilliti til farsældarlaganna. Nemendur tileinka sér þekkingu og skilning á jafnrétti og velferð barna og leita leiða til úrbóta í gegnum leiklist sem hægt er að nota í kennslu nemenda með ólíka færni. Unnið verður í heildstæðum leikferlum og þau tengd við fræði og rannsóknir.
Uppistaðan í námskeiðinu er þjálfun nemenda í að vinna sjálfstætt, faglega og á skapandi hátt með leiklist.
Útikennsla og græn nytjahönnun (LVG006M)
Tekist verður á við kennslu- og hugmyndafræði "Útikennslu og grænnar nytjahönnunar". Nemendur læra um sjálfbæra þróun í hönnun, skógarvistfræði og skógarnytjar. Farið verður í vettvangsferðir þar sem nemendur kynnast þessari kennsluaðferð af eigin raun. Hugað verður að eflingu tengsla nemenda í verkgreinum við íslenska náttúru og hvernig hægt er að hanna fyrir umhverfið, án þess að valda því skaða. Þróaðir verða nytjahlutir úr íslenskum viðarafurðum og frumgerðir smíðaðar. Stuðst verður við tálguaðferðir sem notaðar hafa verið á norðurlöndunum um árhundruðin. Nemendur eru þjálfaðir að tálga úr blautum viði og að tileinka sér rétt handbrögð og umgengni við bitverkfæri.
Markmið námskeiðsins er að:
- Efla þekkingu og vitund nemenda á viðarfræði, skógarvistfræði og skógarnytjum.
- Nemendur nái leikni í notkun öruggra tálguaðferða sem hægt er að beita við útikennslu þar sem fengist er við hönnun nytjahluta úr íslenskum efniviði.
- Nemendur kynnist af eigin raun kennslufræði og hugmyndafræði um útikennslu og grænnar nytjahönnunar og séu færir um að skipuleggja og sjá um slíkt nám þar sem byggt er á útikennslu.
- Nemendur kynnist nýlegum rannsóknum á gildi list-, verk, og tæknigreina fyrir almennt skólastarfi.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um varðveislu og nýtingu íslenska nytjaskógarins og sjálfbæra þróun sem þátt í hönnun nytjahluta. Lögð verður áhersla á hönnun nytjahluta er byggja á hugsuninni um sjálfbæra þróun. Hugað er að réttri hagkvæmri efnisheimsins, líftíma hluta og áhrif þeirra á lífsvenjur okkar, heilsu og umhverfi. Þverfagleg og skapandi skólaverkefni skoðuð er tengjast grænni umhverfisvænni hönnun. Fengist verður við mótun afurða úr íslenskum efniviði, vistfræði, fjölbreytta listsköpun og grenndarfræðslu. Notast verður við gamlar verkaðferðir við tálgun. Fjallað verður um rannsóknir er tengjast gildi list- og verkgreina fyrir þroska skólabarna.
Vinnulag: Vettvangsferðir, fyrirlestrar, hópverkefni, einstaklingsvinna og umræður.
Tómstundir og unglingar (TÓS211G)
Markmið: Að nemendur
- Kynnist því tómstundastarfi sem sérstaklega er boðið upp á fyrir unglinga á Íslandi.
- Efli eigin færni og styrk í að vinna með unglingum á vettvangi frítímans.
- Öðlist innsýn í þann heim sem unglingar búa við í dag, má þar nefna hnattvæðingu, fjölmiðla, unglingamenningu og samvistir fjölskyldunnar.
- Kryfji rannsóknir á gildi tómstunda fyrir unglinga.
- Öðlist færni í að greina og bregðast við ofbeldi gegn unglingum, ásamt því að þekkja skyldur og ábyrgð leiðbeinenda.
- Öðlist innsýn í hverskonar frávikshegðun unglinga og hvernig helst megi koma í veg fyrir hana.
- Þrói hugmyndir sínar um tómstundastarf fyrir unglinga með því að gera verkefni á vettvangi.
- Átti sig á mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í öllu starfi með unglingum.
- Geti skipulagt og stjórnað tómstundastarfi fyrir unglinga.
Inntak / viðfangsefni: Fjallað verður um starf félagsmiðstöðva, íþróttafélaga, skáta og um trúarlegt starf fyrir unglinga, ásamt félagsstarfi í grunnskólum. Áhersla verður lögð á starfshlutverk tómstundafræðinga við fræðslu, ráðgjöf og forvarnarstarf. Farið verður í skoðun á samfélaginu út frá unglingunum sjálfum og nemendur kryfja gildi tómstunda fyrir unglinga til mergjar. Fjallað verður um helstu einkenni og vandamál sem börn og unglingar eiga við að etja, meðal annars verður fjallað um kenningar, áhættuþætti, eðli og umfang ofbeldis og vanrækslu og mismunandi birtingarform þess. Jafnframt verður fjallað um ofbeldi í fjölskyldum og áhrif þess á unglinga. Ennfremur verður fjallað um löggjöf, úrræði og forvarnarstarf, vinnuaðferðir, viðhorf og viðbrögð fagfólks í slíkum málum. Að lokum verður fjallað um hlutverk og ábyrgð leiðbeinenda og mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í starfi með unglingum.
Vinnulag: Fyrirlestrar, umræður, einstaklingsvinna, hópavinna og vettvangsheimsóknir. Nemendur fara í vettvangsheimsóknir og kynna sér starf með unglingum. Nemendur hanna starf í frítíma fyrir unglinga.
Fata- og nytjahlutahönnun (LVG501M)
Lögð er áhersla á sniðútfærslur og saumtækni í tengslum við hönnun á fatnaði og nytjahlutum. Nemendur vinna þematengda rannsóknarvinnu og upplýsinga- og gagnaöflun sem þeir nýta sem uppsprettur nýrra hugmynda og nýsköpunar. Lögð er áhersla á formsköpun og útlit og ígrunduð vinnubrögð. Nemendur vinna samkvæmt innihaldi fagbóka og aðferðafræði hönnunar sem felst í því að rannsaka, gera tilraunir og skipuleggja fullvinnslu afurða. Nemendur fá þjálfun í faglegum frágangi verkefna í hugmynda- og hönnunarmöppur. Unnar eru skýrslur um afrakstur námskeiðsins með tengingu við kennslufræðilega þætti og gildi hönnunar fyrir nám, kennslu og atvinnulíf.
Heimspeki og hugmyndasaga menntunar (UME304G)
Meginmarkmið námskeiðsins er að nemendur verði færir um að taka málefnalega afstöðu til hugmynda og aðferða í kennslu og uppeldi í fortíð og nútíð, og geti tekið þátt í gagnrýninni umræðu um skólamál og gert grein fyrir eigin hugmyndum um menntun og uppeldi.
Viðfangsefni:
Á námskeiðinu verður fjallað um uppeldis- og menntunarhugmyndir allt frá tímum Forn-Grikkja og fram á okkar daga. Áhersluatriði í kennslunni eru eftirfarandi:
1. Maðurinn: Skynsemi, skilningur og siðvit
Fjallað verður um mannskilning á ólíkum tímum. Hvernig hugmyndir hugsuða um eðli mannsins höfðu áhrif á hugmyndir hvers tíma um uppeldi og menntun.
2. Markmið menntunar
Fjallað verður um markmið menntunar og forsendur þessara markmiða á hverjum tíma s.s að tileinka sér dygð, að uppfylla hlutverk sitt í samfélaginu, verða meiri maður, að axla ábyrgð í samfélagi, að verða virkur þátttakandi í lýðræðissamfélagi, að tileinka sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun.
3. Frelsi og lýðræði
Fjallað verður um áhrif hugmynda um frelsi og sjálfræði mannsins í lýðræðissamfélagi á hugmyndir um menntun. Sérstaklega verður hugað að áhrifamikilli hugmyndafræði í samtímanum sem lýtur að menntun til lýðræðis, borgaralegri menntun, skóla án aðgreiningar og jafnréttis til náms.
Meðal viðfangsefna námskeiðsins verða þekkingar-, stjórn-, og siðspeki Platons, hugmyndir Rousseau um frelsi og sjálfræði, hugmyndir Kants um skynsemi og upplýsingu og hugmyndir Wollstonecraft um jafnrétti. Einnig verður frelsishugtakið skoðað í ljósi kenninga E. Key, A.S. Neill og P. Freire. Fjallað verður ítarlega um kenningar John Dewey um menntun, gagnrýna hugsun og lýðræði.
Nám og kennsla á Netinu (SNU008M)
Inntak, viðfangsefni og vinnulag:
Fjallað er um miðlun, framsetningu og skipulag námsefnis og námsumhverfis á Neti, í fræðilegu samhengi. Einnig er fjallað um hugmyndir og kenningar sem tengja má netnámi og uppbyggingu námssamfélaga. Áhersla er á félags- og menningarlega sýn (socio-cultural approach), dreifða vitsmuni (distributed cognition) og nám sem tengja saman þekkingu og að tengjast hvert öðru (connectivism) með aðstoð netmiðilsins. Áhersla er á gerð og vinnu með opin námsgögn og opinn hugbúnað sem hentar skólastarfi. Þá er athygli beint að möguleikum og vandamálum tengdum netnotkun í lífi og skólastarfi og úrlausnum þeirra. Nemendur byggja upp stafræna verkmöppu (eportfolio). Námskeiðið er verkefnamiðað og að miklu leyti með fjarnámssniði.
Leitast verður við að nota kennsluaðferðir sem byggja á veftækni og nýjum netverkfærum og þjálfa þannig nemendur til vinnu í slíku umhverfi.
Siðfræði og fagmennska (ÞRS312G)
Í þessu námskeiði er farið í siðfræði með áherslu á nytjastefnu, réttarstefnu (skyldukenningar), mannréttindi og siðfræðileg hugtök eins og sjálfræði, velferð, friðhelgi einkalífs og virðingu. Jafnframt er fjallað um tengsl fagmennsku og siðferðis.
Áhersla er lögð á að tengja hina fræðilegu umfjöllun við siðferðileg álitamál í starfi fagstétta sem vinna með margvíslegum hópum í samfélaginu
Þroska- og námssálarfræði (KME301G)
Tilgangur þessa námskeiðs er að nemendur öðlist heildarsýn á þroska barna frá fæðingu og fram á unglingsár.
Inntak/viðfangsefni:
Fjallað verður um þær breytingar sem verða á þroska barna á mismunandi sviðum og aldursskeiðum og helstu kenningar sem notaðar hafa verið til að varpa ljósi á þessar breytingar. Fjallað verður um vitsmunaþroska, tilfinningaþroska og þróun tilfinningalegra tengsla, félagsþroska, þróun sjálfsmyndar og siðferðisvitundar. Námskenningum og vistfræðilegum kenningum (ecological approach) verður einnig gerð skil. Rætt verður um orsakir og eðli einstaklingsmunar, samfellu í þroska og sveigjanleika þroskaferlisins. Tengsl náms og þroska, áhugahvöt og áhrif uppeldis, menningar og félagslegra aðstæðna á þroska barna verða einnig til umfjöllunar. Áhersla verður lögð á gildi þroskasálfræðinnar í uppeldis- og skólastarfi.
Vinnulag:
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðu/verkefnatímum. Í umræðu/verkefnatímum fá nemendur þjálfun í að ræða námsefnið á gagnrýninn hátt.
Einelti, forvarnir og inngrip (TÓS509M)
Þetta námskeið er um einelti og markmiðið er að þeir sem ljúka námskeiðinu öðlist þekkingu, leikni og hæfni til að geta tekist á við og komið í veg fyrir einelti meðal barna og unglinga.
Námskeiðið byggir á kenningum og rannsóknum á einelti. Námskeiðið er bæði fræðilegt og hagnýtt. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem hafa hug á að vinna með börnum og unglingum og hentar því vel fyrir nemendur á menntavísindasviði HÍ. Nemendur á öðrum sviðum eru einnig velkomnir. Á námskeiðinu verður fjallað um fjölmarga þætti sem snúa að einelti, þar á meðal mismunandi birtingarmyndir, árangursríkar aðferðir við forvarnir og inngrip, samstarf við foreldra og forsjáraðila og árangursríka vinnu með þolendum, gerendum og áhorfendum. Námskeiðið fer fram á íslensku en lesefni er á íslensku og ensku.
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, umræðu- og verkefnatímum, reynslusögum af vettvangi og kynningum nemenda.
Skyldumæting er í námskeiðið (lágmark 80%). Skyldumæting er fyrir fjarnema í staðlotur námskeiðsins. Missi þeir af staðlotu verða þeir að vinna það upp með því að mæta í aðra tíma í staðinn. Fjarnemum er frjálst að mæta í aðrar kennslustundir. Fjarnemar vinna virkniverkefni um kennslustundir sem þeir mæta ekki í.
Að kenna um rafmagn og segulmagn (SNU012G)
Í þessu námskeiði verða þátttakendur búnir undir að kenna um rafmagn og segulmagn. Þetta er gert með því að styrkja bæði þekkingu nema á viðfangsefnunum og á kennsluhugmyndum sem þeim tengjast. Jafnframt verður skoðað hvernig fyrirbæri tengd þessum hugtökum birtast í manngerðu og náttúrulegu umhverfi. Áhersla verður lögð á að tengja viðfangsefnin við hugmyndir og reynslu þátttakenda. Fjallað verður um rannsóknir á hugmyndum barna og unglinga um viðfangsefnin og mögulegar leiðir til að tengja með kennslu þessi viðfangsefni við reynsluheim og hugmyndir barna og unglinga. Fjallað verður um kennslu náttúrufræðilegra viðfangsefna námskeiðsins, skoðaðar kennslubækur og verklegar athuganir. Náttúrufræðileg viðfangsefni námskeiðsins eru: Rafmagn, rafhleðslur, rafkrafta, stöðurafmagn, rafstrauma, segulmagn, segulkraftar, víxlverkun rafmagns og segulmagns, og framleiðsla og nýting rafmagns.
Þemavinna með upplýsinga- og samskiptatækni (SNU002G)
Þemavinna (project based learning) er námsaðferð þar sem nemendur öðlast ákveðna þekkingu og færni með því að vinna saman að tilteknu verkefni í lengri tíma en almennt tíðkast
í skólum. Þeir leita svara við flókinni spurningu, finna lausn
á vandamáli, útbúa eða skapa eitthvað sem reynir á getu þeirra og hugkvæmni.
Þátttakendur á þessu námskeiði leggja á ráðin um þau verkefni sem ráðist er í, hvernig þeir skipuleggja vinnu sína og með hvaða hætti þeir nota upplýsinga- og samskiptatækni til afla upplýsinga eða efnis, vinna úr því og koma því á framfæri. Brýnt er að þátttakendur hafi mikinn áhuga á að leita svara hverju sinni, telji mikilvægt að leysa ákveðið vandamál eða skapa frumlegt verk.
Í verkefnum af þessu tagi reynir mikið á samvinnu, frumkvæði, lausnaleit og opna eða fjölþætta nálgun. Jafnframt kemur gagnrýnin og skapandi hugsun mjög við sögu. Verkið sem verður til ‒ sem gæti til dæmis verið stuttmynd, útvarpsleikrit, vefur eða söngleikur ‒ verður gert aðgengilegt fyrir íslenskan almenning eða, eftir atvikum, netverja hvar sem þeir búa.
Unnin verða tvö verkefni. Vinna við það fyrra stendur í einn til einn og hálfan mánuð en það síðara stendur yfir í tvo og hálfan til þrjá mánuði.
Félagsfræði uppeldis og menntunar (UME303G)
Viðfangsefni námskeiðsins er félagsfræði uppeldis og menntunar. Helstu kenningarlegu sjónarhorn verða kynnt til sögunnar og skoðuð í ljósi fjölbreyttra viðfangsefna og álitamála á sviði uppeldis og menntunar í gegnum tíðina. Má þar nefna hlutverk og tilgang menntunar, ólíkar áherslur í uppeldi, stofnun skóla og þróun skólakerfis, hlutverk fjölskyldu og samfélags, aðgengi að menntun, nútímavæðingu og einstaklingshyggju, jafnrétti og félagslegan hreyfanleika. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á samspil sögulegs sjónarhorns og kenninga um uppeldi og menntun, þar sem sjónum verður beint að sérkennum uppeldis- og menntunar með hliðsjón af samfélagsþróun. Aðaláherslan verður á íslenskt samhengi en með tilliti til almennrar þróunar í nágrannalöndunum.
Kennslufræði hönnunar og smíða I (LVG007G)
Markmið: Að undirbúa nemendur fyrir vettvangsnám í námsgreininni hönnun og smíði.
Inntak / viðfangsefni: Vettvangsnám á misserinu er undirbúið með verkefnavali, verkefnatilraunum og gerð kennsluverkefna. Markmið smíðakennslu eru tekin til umfjöllunar ásamt fagnámskrá. Sérstök áhersla er lögð á vinnu með börnum í grunnskóla. Nemar fá þjálfun í að semja kennsluáætlanir og smíða verkefnadæmi sem miðuð eru við ákveðna verkþætti, aldur og þroska barna.
Vinnulag: Fyrirlestrar og verklegur undirbúningur fyrir vettvangsnám. Nemar sitja fyrirlestra um ýmis kennslufræðileg efni valgreinarinnar. Kennslufræði nýsköpunar gerð sérstaklega skil. Nemendur vinna verkefni sem tengjast vettvangsnámi þeirra.
Nám og hönnun: Verkfræðileg sálfræði (LVG023G)
Í þessu námskeiði verða viðfangsefni verkfræðilegrar sálfræði og mannþáttarfræða kynnt fyrir nemendum. Verkfræðileg sálfræði fjallar um hvernig hægt er að hagnýta sálfræðilega þekkingu við hönnun og notkun tóla, tækni og umhverfis. Sérstaklega hvernig skilningur á færni og takmörkunum mannsins, með hliðsjón af rannsóknum á skynjun, hugsun og hegðun, getur nýst til að búa til notendavænt og aðgengilegt umhverfi. Áherslan í námskeiðinu verður á að skoða hvernig nám og hönnun fer saman. Það er, hvernig hönnun á námsaðstæðum og námsefni hefur áhrif á nám og einnig hvernig hönnun verður að taka tillit til fyrri þekkingar og byggja á námi notenda.
Vinnulag: Námskeiðið byggist á heimalestri, umræðum og sjálfstæðri verkefnavinnu. Gert er ráð fyrir að nemendur leggi af mörkum til viðfangsefnis námskeiðsins og þeirra umræðna sem þar fer fram.
Námskeiðið ætti að eiga erindi við nemendur í menntavísindum, sálfræði og verkfræði.
Hugmynda- og hönnunarvinna (LVG005M)
Lögð er áhersla á hugmynda- og hönnunarverkefni í tengslum við fatnað og textíl sem fléttað er sögu- og samtímalegri þróun. Áhersla er lögð á munsturgerð, liti og form, tískuteikningu, útlit og snið og tilraunir með textílaðferðir og textílhráefni. Unnin er skipulögð rannsóknarvinna við vinnuferlið frá gagnaöflun til úrvinnslu hugmyndar og hönnunar með nýsköpun að leiðarljósi. Lögð er áhersla á frágang og framsetningu verkefna í ferlilmöppu og til sýninga.
Viðburða- og verkefnastjórnun (TÓS411G)
Námskeiðinu er ætlað að efla færni nemenda í að undirbúa og skipuleggja viðburði á faglegan hátt með aðferðum og leiðum verkefnastjórnunar. Áhersla er á samvinnu og verkefnavinnu með markvissum hætti og nemendur ættu því að búa að aukinni færni fyrir önnur námskeið í háskólanámi, vinnumarkað og hvers konar félagsstörf. Námskeiðið er grunnnámskeið í tómstunda- og félagsmálafræði og er ætlað að mæta síaukinni kröfu um færni í viðburða- og verkefnastjórn á starfsvettvangi þeirra. Það er einnig opið öðrum nemendum við Háskóla Íslands sem valnámskeið.
Nemendur eru hvattir til virkar þátttöku í umræðum sem og verkefnavinnu því þannig skapast gott lærdómssamfélag sem margfaldar árangur allra. Nemendur eru jafnframt hvattir til uppbyggilegra samskipta og ábyrgðar á eigin námi og framgöngu í námskeiðinu.
Inntak
Á námskeiðinu verður farið yfir skipulagningu viðburðaverkefna. Áhersla er lögð á undirbúning, greiningar, áætlanir, framkvæmd og eftirvinnslu viðburða s.s. á sviði tómstunda, frítíma og menningar. Rýnt er í viðburði eins og fundi, ráðstefnur, tónleika, útihátíðir, íþróttamót, merkisdaga mannsævinnar og fasta hátíðisdaga. Fjallað er um lög, reglur og öryggisatriði. Skoðuð eru tengsl frístunda, tómstunda og ferðaþjónustu, sem og uppeldislegt- og samfélagslegt gildi viðburða og efnahagsleg áhrif þeirra.
Vinnulag
Fyrirlestrar, umræður, verkefnavinna og heimsóknir. Í námskeiðinu vinna nemendur að undirbúningi, framkvæmd og mati á eigin viðburði og taka þátt í að rýna viðburði samnemenda auk lesefnisprófs.
Námskeiðið er kennt í stað- og fjarnámi og mætingarskylda er í námskeiðið fyrir staðnema og fyrir fjarnema í staðlotur.
Lágmarkseinkunn í hverjum námsþætti er 5.0.
Hafðu samband
Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.