Kennslufræði verk- og starfsmenntunar | Háskóli Íslands Skip to main content

Kennslufræði verk- og starfsmenntunar

Kennslufræði verk- og starfsmenntunar

120 einingar - B.Ed. gráða

. . .

Ert þú með löggilt lokapróf í iðngrein, listgrein, verkgrein eða starfsgrein? Kennslufræði verk- og starfsmenntunar er fyrir þá sem hafa áhuga á að kenna sitt fag í framhaldsskóla eða í efstu bekkjum grunnskóla. Markmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu, skilning og færni til að starfa sem kennarar.

Um námið

Námið felur í sér 120 eininga aðalgrein sem er tveggja ára nám og 60 eininga aukagrein að eigin vali sem tekin er samhliða aðalgrein eða eftir að aðalgrein hefur verið lokið. Með náminu er iðnmeisturum gefið tækifæri til að afla sér háskólagráðu sem veitir þeim samkeppnishæfi í samfélaginu.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja B.Ed.-nám í kennslufræði verk- og starfsmenntunar í Deild faggreinakennslu skal stúdent hafa lokið fullgildu lokaprófi í iðngrein (meistarabréf), listgrein, tæknigrein eða verkgrein sem nýtist til kennslu á grunnskóla- eða framhaldsskólastigi í skilgreindri námsgrein eða á skilgreindu námssviði. Stúdent þarf einnig að hafa lokið annað hvort (a) stúdentsprófi eða (b) diplómanámi í kennslufræði á bakkalárstigi í Deild faggreinakennslu (hét áður Kennaradeild) og hafa fimm ára starfsreynslu í greininni.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Aðgangur að frekara námi

Með B.Ed.-gráðu í kennslufræði verk- og starfsmenntunar geta kennarar sótt um meistaranám og þannig aukið starfshæfni sína í skólakerfinu, svo sem í stjórnunarstörfum og störfum innan símenntunar og starfsþróunar greinarinnar.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Kennsla í grunnskólum
  • Kennsla í framhaldsskólum
  • Sérfræðistörf innan menntakerfisins

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525-5950
menntavisindasvid@hi.is

Fyrirspurnum er beint til Sigríðar Pétursdóttur deildarstjóra.

Sími 525-5917
sigridu@hi.is