Skip to main content
10. janúar 2019

Samstarfsskóli vikunnar - University of Melbourne

University of Melbourne

University of Melbourne er meðal bestu háskóla í Ástralíu og Eyjaálfu. Háskólinn er alhliða rannsóknaháskóli með 50 þúsund nemendur. Öll aðstaða er eins og hún gerist best en þar má m.a. finna hátæknisjúkrahús og listaakademíu og margt fleira í gróðursælu umhverfi á jaðrinum við miðborg Melbourne. Á heimsvísu er University of Melbourne í 39. sæti skv. QS styrkleikalistanum. Samkvæmt sama lista er hann 8. besti lagaskóli í heimi og 14. besti viðskiptafræðiskóli í heimi. 

Melbourne er önnur tveggja stærstu borga Ástralíu ásamt Sydney. Stundum er Melbourne lýst sem menningarhöfuðborg Ástralíu þar sem virðulegar byggingar í evrópskum stíl mynda miðbæjarkjarnann á meðan Sydney er viðskiptahöfuðborgin með nútímalegum arkitektúr. Melbourne er höfuðborg Viktoríufylgis sem er frægt fyrir vínrækt, fallegar strendur og einstaka náttúrufegurð. 
 

University of Melbourne