Skip to main content
18. desember 2023

Nýsköpunarnámskeið fyrir meistaranema og grunnnema á lokaári

Nýsköpunarnámskeið fyrir meistaranema og grunnnema á lokaári - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður á vormisseri upp á námskeiðið Kveikju fyrir meistaranema og nemendur á síðasta ári í grunnnámi þar sem þátttakendur öðlast aukinn skilning á áskorunum samtímans og vinna að sameiginlegum lausnum þvert á námsleiðir og í samstarfi við öfluga leiðbeinendur úr háskólanum og atvinnulífi.

Nemendur fá enn fremur skarpari sýn á eigin styrkleika og efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undir leiðsögn reynslumikilla kennara. Námskeiðið er blanda af fjar- og staðnámi þar sem nemendur af öllum fimm fræðasviðum og úr öllum Aurora-háskólum koma saman.

Umsóknarfrestur um þátttöku í Kveikju er til 31. desember 2023 og nánari upplýsingar á vef HÍ.
 

Þátttakendur í Kveikju 2023