Skip to main content
9. apríl 2021

Ný námsleið kennilegri eðlisfræði í samstarfi við Nordita

Ný námsleið kennilegri eðlisfræði í samstarfi við Nordita - á vefsíðu Háskóla Íslands

Raunvísindadeild Háskóla Íslands mun í haust hefja kennslu í nýrri námsleið á meistarastigi í kennilegri eðlisfræði. Námsleiðin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Norrænu rannsóknastofnunarinnar í kennilegri eðlisfræði, Nordita.

Meistaranámið, sem er 120 ECTS, er til tveggja ára og veitir nemendum breiða þekkingu á fræðilegri eðlisfræði og sérhæfða þekkingu á samtímarannsóknum í eðlisfræði þar sem megin sviðin eru stjarneðlisfræði, þéttefnisfræði og öreindafræði .

Þá hljóta nemendur í náminu þjálfun í stærðfræðilegum, tölulegum og tölfræðilegum aðferðum sem notaðar eru á þessum sviðum. Uppbygging námsins samanstendur af 60 ECTS í námskeiðum og 60 ECTS rannsóknamiðuðu meistaraverkefni.

Jesús Zavala Franco, dósent í eðlifræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands segir samstarfið við Nordita mikilvægt fyrir bæði kennslu og rannsóknastarf deildarinnar og opni fjölmörg tækifæri fyrir nemendur.  „Nýja námsleiðin veitir nemendum sterkari grunn í eðlifræði hvort sem það er á sviði kennilegrar, tilrauna- eða hagnýttrar eðlisfræði, nemendur móti og þrói með sér færni í rök- og lausnamiðaðri hugsun, eðlisfræðilegu innsæi og í stærðfræði og reiknifærni. Þetta eru allt kostir sem munu nýtast nemendum á vinnumarkaði að loknu námi, hvort sem er við akademískar rannsóknir eða hjá þeim fjölda fyrirtækja þar sem eðlisfræðingar starfa“ .

Opið er fyrir umsóknir í meistaranám við Háskóla Íslands til og með 15. apríl.

Jesús Zavala Franco