Með ágætiseinkunn frá Viðskiptafræðideild | Háskóli Íslands Skip to main content

Með ágætiseinkunn frá Viðskiptafræðideild

26. júní 2018

Brautskráning Háskóla Íslands fór fram laugardaginn 23. júní síðastliðinn við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll.

Viðskiptafræðideild útskrifaði alls 190 kandídata, þar af 61 úr meistaranámi, 24 úr MBA-námi og 105 úr grunnnámi.

Tveir kandídatar brautskráðust með ágætiseinkunn frá deildinni. Það voru þær Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir sem útskrifaðist með M.Acc.-próf í reikningsskilum og endurskoðun og Eva Hlín Dereksdóttir með MBA-gráðu sem hlaut hæstu meðaleinkunn sem gefin hefur verið í MBA-náminu.

Kennarar og starfsfólk Viðskiptafræðideildar og Viðskiptafræðistofnunar óska öllum kandídötum til hamingju með áfangann.
 

Anna Guðrún Gunnlaugsdóttir og Ingi Rúnar Eðvarðsson deildarforseti Viðskiptafræðideildar
Eva Hlín Dereksdóttir

Netspjall