Skip to main content
24. ágúst 2023

Málstofa samstarfsnets siðfræðistofnana um verk Vilhjálms Árnasonar

Málstofa samstarfsnets siðfræðistofnana um verk Vilhjálms Árnasonar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Samstarfsnet siðfræðistofnana á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, Nordic-Baltic Network for Philosophy of Medicine (NBNPM), efndi í dag til sérstakrar málstofu um verk Vilhjálms Árnasonar, prófessors emeritus í heimspeki, í tilefni þess að hann hefur nýverið látið af störfum við Háskóla Íslands.

Málstofan var haldin á ársþingi NBNPM sem fer að þessu sinni fram við Háskóla Lettlands í Riga. Flutt voru sex erindi um siðfræðileg stef í ritum Vilhjálms, sem sjálfur brást við erindum í lokin. Stefnt er að því að umfjöllunarefni málstofunnar verði gefin út í norrænu fagtímariti.

Frá málstofu samstarfsnets siðfræðistofnana á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum sem haldin var á ársþingi samstarfsnetsins sem fer fram að þessu sinni við Háskóla Lettlands í Riga.