Skip to main content
6. júní 2019

Háskóli Íslands á NAFSA

Fulltrúar Háskóla Íslands sóttu árlega ráðstefnu NAFSA (Association of International Educators) sem fram fór dagana 26.-31. maí í Washington í Bandaríkjunum. Ráðstefnan var haldin í 71. sinn og tóku yfir tíu þúsund manns þátt.  

Fulltrúarnir tveir frá HÍ voru Aníta Hannesdóttir og Hafliði Sævarsson, verkefnastjórar á Skrifstofu alþjóðasamskipta. Yfirskrift ráðstefnunnar að þessu sinni var Global Leadership, Learning and Change þar sem sjónum var beint að mikilvægi þess að skoða núverandi stöðu mála með tilliti til þess hvernig tekist er á við þær áskoranir og breytingar sem starfsfólk í menntamálum stendur frammi fyrir. Fjallað var sérstaklega um hlutverk leiðtoga og árangursríkar leiðir í stjórnun á tímum breytinga.

Á ráðstefnunni gefst þátttakendum kostur á að funda með fulltrúum samstarfsskóla, kanna möguleika á frekara samstarfi við áhugaverða skóla, sitja spennandi fyrirlestra um um alþjóðlega menntun og efla persónuleg tengsl.

Á næsta ári fer ráðstefnan fram í St. Louis.

 

Aníta Hannesdóttir og Hafliði Sævarsson, verkefnastjórar á Skrifstofu alþjóðasamskipta, voru fulltrúar HÍ á NAFSA í ár