Skip to main content
14. október 2022

Fjallar um orkuskipti á tímum mikillar óvissu og vantrausts

Fjallar um orkuskipti á tímum mikillar óvissu og vantrausts - á vefsíðu Háskóla Íslands

Dr. Lawrence Jones, yfirmaður alþjóðamála hjá Edison Electric Institute, heldur erindi um þátt trausts í orkuskiptum á opnum hádegisfyrirlestri Viðskiptafræðideildar, þriðjudaginn 18. október kl. 12-13 í stofu HT-101.

Orkuskipti eru flókið ferli sem krefjast trausts á mörgum ólíkum stigum. Nýjar rannsóknir benda þó til þess að traust sé í sögulegu lágmarki víðsvegar í heiminum. Hvers vegna treystir fólk stjórnvöldum, fyrirtækjum, fjölmiðlum, nágrönnum og vinum minna en áður?  Þetta mikla vantraust hindrar okkur í að taka mikilvæg skref þegar kemur að loftslagsbreytingum, ójöfnuði, efnahagsmálum, orkumálum og vatns- og fæðuöryggi. Hvernig getum við yfirstigið þessar hindranir og byggt upp nægilegt traust til að taka þessi nauðsynlegu skref?

Dr. Jones er margverðlaunaður fyrirlesari og höfundur, með yfir 25 ára reynslu í orkugeiranum. Hann hefur starfað hjá Edison Electric Institute (EEI) síðan 2015 sem yfirmaður alþjóðamála (Vice President for International Programs). Undir hans forystu hefur EEI vaxið jafnt og þétt og telur í dag 65 rafmagnsfyrirtæki í 90 löndum sem sjá yfir 3 milljörðum manna fyrir rafmagni. Hann fæddist í Líberíu, lærði í Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi og er með Ph.D. gráðu í rafmagnsverkfræði þaðan. Hann býr í Virginiu-fylki í Bandaríkjunum ásamt konu og þremur börnum. 

Rektor Háskóla Íslands opnar fundinn kl. 12:00. Viðburðurinn fer fram á ensku og öll eru velkomin meðan húsrúm leyfir.

Dr. Lawrence Jones, Vice President of International Programs, Edison Electric Institute