Skip to main content
14. maí 2018

Auglýst eftir þátttakendum á háskólatónleikum 2018-2019

Tónleikanefnd Háskóla Íslands efnir til hádegistónleika skólaárið 2018–2019 og auglýsir eftir umsækjendum. Tónleikarnir fara fram í byggingum skólans. 

Umsóknarfrestur er til og með 4. júní. Umsóknir skal senda rafrænt til Margrétar Jónsdóttur, netfang mjons@hi.is, og veitir hún allar frekari upplýsingar.

Umsóknarreglur er að finna á vef Háskólans.

Háskólatónleikar eru tónleikaröð á vegum Háskóla Íslands. Tónleikarnir eru haldnir á miðvikudögum kl. 12.30 í byggingum háskólans. Tónleikaröðin hefur verið haldin ár hvert við Háskóla Íslands frá því í kringum 1970. Fyrst voru þeir haldnir í matsal Félagsstofnunar Stúdenta á laugardögum, síðar í Norræna húsinu í hádeginu á miðvikudögum og nú í byggingum Háskólans. Tónleikaröðin er þannig fyrir löngu orðin fastur liður af viðburðadagskrá háskólans.

Háskólatónleikar á Háskólatorgi