Viðfangsefni alþjóðasamskipta | Háskóli Íslands Skip to main content

Viðfangsefni alþjóðasamskipta

Meistaranám í alþjóðasamskiptum er hagnýtt, fjölbreytt og fræðilegt nám fyrir alla sem lokið hafa BA-, BS-, BEd- eða sambærilegu prófi í einhverri grein. Hingað til hafa nemendur einungis getað sótt nám í alþjóðasamskiptum til annarra landa og því ekki getað aflað sér þekkingar á alþjóðasamskiptum og utanríkismálum Íslands sérstaklega. Mikil breyting varð á þessu með tilkomu meistaranáms í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands, en í náminu er sérstök áhersla lögð m.a. á stöðu Íslands í alþjóðakerfinu og alþjóðasamskipti Íslands í víðu samhengi.

Boðið er upp á fjölbreytt valnámskeið og geta nemendur sérhæft sig á ýmsum sviðum, t.d. í tengslum við Evrópumál, smáríkjafræði, samanburðarstjórnmál og öryggis- og varnarmál. Með því að bjóða upp á nám í alþjóðasamskiptum hér á landi er komið til móts við þarfir stórs hóps fólks sem á ekki auðvelt með að flytja til annarra landa og dvelja þar langdvölum.

Við skipulagningu námsins hefur verið höfð hliðsjón af námi í fremstu skólum Bretlands og Bandaríkjanna á þessu sviði, auk þess sem tekið er tillit til sérstöðu Íslands í alþjóðlegu samhengi utanríkismála og alþjóðasamskipta. Námið stenst fyllilega samanburð við það sem best gerist erlendis.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.