Vorblót 2019 - Draumar geta ræst | Háskóli Íslands Skip to main content

Vorblót 2019 - Draumar geta ræst

Hvenær 
13. maí 2019 14:00 til 18:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Athygli er vakin á spennandi viðburði nú á vordögum.

Þann 13. maí verður haldið Vorblót 2019 – Draumar geta ræst hér á Menntavísindasviði.

Fjölbreyttar sýningar, menntaspjall og kynningar á tækifærum í skóla- og frístundastarfi!

Viltu kynnast því hvað aðrir eru að gera á þínu áhugasviði - viltu segja frá því sem þú ert að gera? Taktu þátt eða skráðu þig með innlegg í menntabúðir Vorblótsins.

Að viðburðinum standa Menntavísindasvið Háskóla Íslands og skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, í samvinnu við fulltrúa Listaháskóla Íslands, Kópavogs, Hafnarfjarðar, RÚV, List fyrir alla, Menntamálastofnun og fleiri.

Við hvetjum ykkur eindregið til að kynna ykkur Vorblótið, íhuga hvort þið viljið taka þátt og með hvaða hætti það gæti verið. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og hugmyndarík innlegg af öðrum toga en málþing og ráðstefnur bjóða almennt upp á.

Dettur ykkur eitthvað sniðugt í hug? Látið ljós ykkar skína!

Viðburðurinn er ætlaður starfandi fagfólki í leikskóla, grunnskóla- og frístundastarfi og er frábært tækifæri til samtals við vettvanginn.

Skráning er æskileg jafnvel þótt fólk sé ekki sjálft með innlegg.