Skip to main content

Velkomin eða ekki? Tveir einstaklingar deila reynslu sinni af að setjast að á Íslandi

Velkomin eða ekki? Tveir einstaklingar deila reynslu sinni af að setjast að á Íslandi  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. október 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Háskólatorg

HT-300

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Claudie Ashonie Wilson flutti frá Jamaíku til Íslands árið 2001. Frá þeim tíma hefur hún verið mjög virk í félagsstörfum, hefur m.a. gegnt varaformennsku fyrir Samtök kvenna af erlendum uppruna og situr nú í fulltrúaráði SOS Barnaþorpa á Íslandi. Claudie lauk prófi til að öðlast réttindi til að vera héraðsdómslögmaður haustið 2016 og er fyrsti einstaklingurinn frá landi utan Evrópu til að ljúka slíku prófi hér á landi. Claudie hefur starfað hjá Rétti lögmannsstofu frá árinu 2013 og fengist þar við mannréttindamál, innflytjenda- og flóttamannamál.

Prodhi Manisha er húmanisti utan trúfélags, pankynhneigður og transmaður. Hann leitar nú hælis á Íslandi vegna ofsókna og ógnar við líf sitt sem hann verður fyrir í landinu þar sem hann hefur ríkisborgararétt vegna stöðu sinnar og skoðana. Áður en hann lenti rauðeygður og örmagna á Keflavíkurflugvelli var Prodhi í grunnnámi í lífeðlisfræði og stundaði rannsóknir á sviði ónæmismeðferðar. Þessa dagana spjallar hann við vingjarnlegt afgreiðslufólk í Bónus, les vísindagreinar og lærir íslensku eða lætur sig dreyma um pizzu þar sem hann dvelur í herbergi sínu í íbúð fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Prodhi segir frá því sem hann hefur lært og upplifað í ferlinu til þessa og öðru því tengdu sem kann að koma upp í umræðunni.

Markmið Jafnréttisdaga er að tvinna saman hinar ýmsu víddir jafnréttis og femínisma og skoða fjölbreytileika, forréttindi, þöggun, jafnréttisbaráttu, vald og mismunun.