Skip to main content

Útgáfa vorheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla

Útgáfa vorheftis tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. júní 2018 17:00 til 18:00
Hvar 

Oddi

O-101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Útgáfuboð og fyrirlestur í tilefni af útkomu 2. tbl. 14. árg. tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla (www.irpa.is) verður haldið fimmtudaginn 21. júní kl. 17:00 í stofu 101 í Odda, í Háskóla Íslands.

Við opnunina kynnir dr. Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild HÍ grein sína sem er meðal efnis í tímaritinu. Fyrirspurnir og umræður verða að loknu erindi hennar, og síðan verður boðið upp á léttar veitingar.

Grein Silju Báru ber titilinn Sýn Íslendinga á utanríkis- og öryggismál. Í greininni eru kynntar niðurstöður nýlegrar könnunar um hugmyndir og afstöðu íslensks almennings til utanríkis- og öryggismála, en afstaða Íslendinga til öryggismála hefur lítið verið rannsökuð frá því í lok kalda stríðsins. Helstu niðurstöður eru þær að almenningur á Íslandi telur öryggi sínu helst stafa ógn af efnahagslegum og fjárhagslegum óstöðugleika og náttúruhamförum, en telur litlar líkur á því að hernaðarátök eða hryðjuverkaárásir snerti landið beint. Þessar niðurstöður eru í takmörkuðu samræmi við helstu áherslur stjórnvalda í öryggismálum og því mikilvægt að stjórnvöld átti sig á því hvernig hægt er að tryggja það að almenningur sé meðvitaður um þær forsendur sem áhættumat og öryggisstefna grundvallast á. Félagsvísindastofnun HÍ vann könnunina í nóvember og desember 2016. Í grein sinni, sem byggir á doktorsritgerð Silju Báru, setur hún niðurstöður könnunarinnar í samhengi við þróun í öryggisfræðum, þá sérstaklega öryggisgeira (e. security sectors) verufræðilegt öryggi (e. ontological security) og öryggisvæðingu (e. securitization), og ræðir þær í samhengi við áherslur íslenskra stjórnvalda í öryggismálum.

Greinarnar í tímaritinu fjalla um fjölbreytt efni íslenskrar stjórnsýslu og stjórnmála frá fræðimönnum við íslenska og erlenda háskóla.

Eftirfarandi ritrýndar greinar verða birtar í tímaritinu að þessu sinni:

1. Sýn Íslendinga á utanríkis- og öryggismál. Höfundur: Silja Bára Ómarsdóttir

2. Internal Audit in the Public Sector – Comparative study between the Nordic countries. Höfundar: Anna Margrét Jóhannesdóttir, Stina Nilsson Kristiansson, Niina Sipiläinen og Riikka Koivunen

3. Danska ríkisráðið og íslensk stjórnmál 1874–1915. Höfundur: Birgir Hermannsson

4. Einkarekstur eða ríkisrekstur í heilsugæslu: Samanburður á kostnaði og ánægju með þjónustu. Höfundar: Héðinn Sigurðsson, Sunna Gestsdóttir, Sigríður Halldórsdóttir og Kristján G. Guðmundsson

5. The influences of gender and income inequality on cross-national variations in lethal violence. Höfundur: Margrét Valdimarsdóttir

6. Kynjajafnrétti í íþróttum – á ríkið að tryggja það? Höfundar: María Rún Bjarnadóttir, Bjarni Már Magnússon, Hafrún Kristjánsdóttir og Margrét Lilja Guðmundsdóttir

7. Here to stay? The rapid evolution of the temporary staffing market in Iceland. Höfundar: Gylfi Magnússon, Inga Minelgaite, Erla S. Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen

Allir velkomnir.