Skip to main content

Tímabundið eðli farandvinnu. Raunveruleiki eða mýta?

Tímabundið eðli farandvinnu. Raunveruleiki eða mýta? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. nóvember 2019 8:30 til 9:30
Hvar 

Endurmenntun við Dunhaga

Náma

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari er Anna Wojtyńska

Samkvæmt nýjustu tölum frá Þjóðskrá hefur fjöldi pólskra ríkisborgara á Íslandi náð 20.000. Árið 2018 voru pólskir verkamenn 18% allra launþega í landinu. Koma þeir hingað sem tímabundið vinnuafl eða ætla þeir að setjast hér að? Yfirleitt sækja einstaklingar vinnu erlendis til að bæta efnahagslega stöðu sína heima fyrir. Margir sjá fyrir fjölskyldum sínum með vinnu í öðrum löndum, það sem kallast skipt heimilishald. En oft breytist það sem var ætlað sem tímabundin vinna í lengri eða jafnvel varanlega dvöl. Ég mun ræða farandmynstur og atriði sem hafa áhrif á ákvörðun um að koma, dvelja eða flytjast til baka. Þar mun ég byggja á rannsókn minni á pólsku farandvinnufólki á Íslandi. Ég mun sérstaklega fjalla um ímynd tímabundinni farandmennsku og möguleg áhrif hennar á aðlögun að vinnumarkaðinum og þjóðfélaginu í heild.

Fyrirlesari er Anna Wojtyńska

Tímabundið eðli farandvinnu. Raunveruleiki eða mýta?