Skip to main content

„Þú værir góður spæjari“: Að rannsaka karla og karlmennsku með íhygli

„Þú værir góður spæjari“: Að rannsaka karla og karlmennsku með íhygli - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. maí 2018 12:00 til 13:00
Hvar 

Oddi

106

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn er á vegum MARK Miðstöð margbreytileika og kynjarannsókna.

Fyrirlesari er dr. Michael R.M. Ward


Rannsóknir á körlum, karlmennsku og sjálfsmyndum karla hafa aukist mikið á síðustu árum og áratugum. Í erindinu fjallar Michael R.M. Ward um rannsóknir sínar á ungum körlum í Bretlandi og Kanada og framlag sitt til karlafræða. Hann sýnir hvernig karlmennska birtist í hinum ýmsu rýmum menntunar og frístunda. Væntingar til karla og vegferð þeirra til fullorðinsaldurs er háð sögulega skilyrtum hugmyndum um stétt og kyn. Þannig getur það haft afleiðingar fyrir unga karla að þróa með sér karlmennsku sem víkur frá hinu viðtekna normi. Í erindinu varpar Ward einnig ljósi á íhygli í rannsóknarferlinu varðandi viðeigandi karlmennskuhegðun og áhrif þessa á samband rannsakanda við viðmælendur sína, en þetta skýrir hann með með hugmyndinni um „rannsakandann sem vampíru“.

Dr. Michael R.M. Ward er lektor í félagsvísindum og í forsvari fyrir menntunarfræði við Swansea háskóla. Rannsóknir hans snúast um karlmennskuhugmyndir meðal karla í verkalýðsstétt innan og utan menntakerfisins. Hann hefur skrifað bókina From Labouring to Learning, Working-class Masculinities, Education and De-industrialization (Palgrave MacMillan). Hann ritstýrði bókunum Gender Identity and Research Relationships (Emerald) og Higher Education and Social Inequalities (Routledge) og hann er einn stjórnenda menntunafræðihóps Félags breskra félagsfræðinga.

Dr. Michael R.M. Ward

„Þú værir góður spæjari“: Að rannsaka karla og karlmennsku með íhygli