Skip to main content

Tengsl umferðaröryggis og þróunar

Tengsl umferðaröryggis og þróunar - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. desember 2022 9:00 til 10:00
Hvar 

Zoom

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesari: Marie Hasselberg, Karolinska Institutet, fimmudaginn 1. desember 2022, kl. 09:00 GMT/10.00 CET 

Skráning fer fram hér

Um fyrirlesturinn

Á heimsvísu látast um 1,35 milljónir manna og um 50 milljónir slasast á vegum á hverju ári. Jafnvel þó að mörgum löndum hafi tekist að bæta umferðaröryggi er dánartíðnin enn óviðunandi há í mörgum löndum heims, sérstaklega í lágtekju- og millitekjulöndum, og leggja miklar félags- og efnahagslegar byrðar á þau lönd sem hafa hæstu slysa- og dánartíðnina. Umferðarslys hafa neikvæð áhrif á þróun samfélaga og hvernig samgöngukerfið er hannað og þróað hefur áhrif á umferðaröryggi. Samræma þarf borgarþróun og félags-, efnahags- og umhverfislega sjálfbærni, á sama tíma og lögð er áhersla á bætt umferðaröryggi.

Marie Hasselberg er prófessor í faraldsfræði lýðheilsu og yfirmaður alþjóðlegrar lýðheilsudeildar Karolinska Institutet.

Um Nordic Global Health Talks

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 09:00 GMT/10:00 CET getur þú farið inn á rafræna málstofu sem er skipulögð af tíu norrænum háskólum þar sem hnattræn heilsa er til umræðu. Málstofurnar eru á Zoom og aðgangur er ókeypis og frjáls öllum sem hafa áhuga á fræðigreininni og rannsóknum á því sviði við norræna háskóla, en forskráning er nauðsynleg.

Hér frekari upplýsingar um fyrirlestraröðina:

 

Marie Hasselberg er prófessor í faraldsfræði lýðheilsu og yfirmaður alþjóðlegrar lýðheilsudeildar Karolinska Institutet.

Tengsl umferðaröryggis og þróunar