Skip to main content

Stefnumót um jafnrétti í skóla- og frístundastarfi

Stefnumót um jafnrétti í skóla- og frístundastarfi - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. nóvember 2021 15:00 til 12. nóvember 2021 16:00
Hvar 

Á netinu

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Kennarasamband Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands bjóða þér á stefnumót um jafnrétti í skóla- og frístundastarfi 9.-12. nóvember. Fjallað verður um jafnrétti frá ýmsum hliðum, svo sem um kennslufræði, skólamenningu, orðræðu og forréttindablindu.

Dagskrá Jafnréttisstefnumóts dagana 9.-12. nóvember

Þriðjudagur 9. nóvember kl 15:00-16:15
NETstefnumót um jafnrétti í skóla- og frístundastarfi – Hvernig ræðum við viðkvæm og flókin málefni? Kennslufræði jafnréttis, námsgögn og praktík.

Fimmtudagur 11. nóvember kl. 15:00-16:15
NETstefnumót um jaðarsetningu í skólamenningu – Hvernig tökumst við á við jaðarsetningu? Hvað þarf að ræða í dag? Pallborð og samræður.

Föstudagur 12. nóvember kl. 14-16
STAÐstefnumót í Stakkahlíð og um jafnrétti í skólastarfi – Hvernig tökumst við á við forréttindi og forréttindablindu? Málstofur um þemu tengd forréttindum, forréttindablindu og jafnrétti, óformlegt spjall og veitingar.

Kennarasamband Íslands og Menntavísindasvið Háskóla Íslands bjóða þér á stefnumót um jafnrétti í skóla- og frístundastarfi 9.-12. nóvember.

Stefnumót um jafnrétti í skóla- og frístundastarfi