Skip to main content

Segðu mér doktor…

Segðu mér doktor… - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. mars 2018 8:30 til 10:00
Hvar 

Norðurljósasal Hörpu

Nánar 
Aðgangur ókeypis
Morgunverðarfundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á hann

Háskóli Íslands býður til morgunverðarfundar um tækifærin sem felast í doktorsnámi og rannsóknum fyrir atvinnulíf og samfélag fimmtudaginn 1. mars kl. 8.30-10.00 í Norðurljósasal Hörpu. Aðalfyrirlesari verður Peder Holk Nielsen, forstjóri Novozymes A/S í Danmörku, fyrirtækis sem hefur mikla reynslu af samstarfi við danska háskóla. 

Skrá mig á fundinn

Á fundinum verður fjallað um það hvaða þýðingu rannsóknir doktorsnema og leiðbeinenda þeirra hafa í nútímasamfélagi og hvernig hægt er að efla námið enn frekar í samstarfi háskóla, atvinnulífs og stjórnvalda. 

Dagskrá 
8:00     Húsið opnað með morgunhressingu
8:30     Dagskrá hefst

  • Ávarp Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands
  • Ávarp Jóns Atla Benediktssonar, rektors Háskóla Íslands
  • Erindi Peders Holk Nielsen, forstjóri Novozymes A/S
  • Spjallborð: Hvað finnst atvinnulífinu um nýtingu doktorsnáms?

        - Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar

        - Ásthildur Otharsdóttir, stjórnarformaður Marel

  • Lokaorð - Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra,  

Fundarstjóri er Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Landsbankann. 

Morgunverðarfundurinn er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á hann