Skip to main content

Samræða um rapp og hipp hopp

Samræða um rapp og hipp hopp - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. júní 2018 18:00 til 19:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður efnt til Samræðna um rapp og hipp hopp í Veröld - húsi Vigdísar. Á hátíðinni verður fjallað um rapp sem listform og danskir og íslenskir listamenn munu koma fram á tónleikum á Vigdísartorgi sem hefjast þegar samræðum lýkur kl. 19.30.

Dagskrá: 

Kl. 18.00-19.30 
Samræða um rapp og hipp hopp í fyrirlestrarsal Veraldar:
• Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurborg: 
Hvernig semja 1500 börn rapp saman? 
• Peter Trier Aagaard, rappari og menningarmiðlari: 
Rapp i Danmark 
• Króli, rappari:
Frelsi tungumálsins

Í rappi á sér stað mögnuð nýsköpun á sviði tónlistar og tungumáls, þar sem tvinnast saman veruleiki ungmenna, listsköpun og samfélagsrýni. Á hátíðinni fá áheyrendur að kynnast dönsku og íslensku rappi. Það er námsleið í dönsku og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir hátíðinni.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Facebook viðburður HÉR

Samræða um rapp og hipp hopp

Samræða um rapp og hipp hopp