Samræða um rapp og hipp hopp | Háskóli Íslands Skip to main content

Samræða um rapp og hipp hopp

Hvenær 
16. júní 2018 18:00 til 19:30
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Fyrirlestrarsalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands verður efnt til Samræðna um rapp og hipp hopp í Veröld - húsi Vigdísar. Á hátíðinni verður fjallað um rapp sem listform og danskir og íslenskir listamenn munu koma fram á tónleikum á Vigdísartorgi sem hefjast þegar samræðum lýkur kl. 19.30.

Dagskrá: 

Kl. 18.00-19.30 
Samræða um rapp og hipp hopp í fyrirlestrarsal Veraldar:
• Harpa Rut Hilmarsdóttir, verkefnastjóri Reykjavíkurborg: 
Hvernig semja 1500 börn rapp saman? 
• Peter Trier Aagaard, rappari og menningarmiðlari: 
Rapp i Danmark 
• Króli, rappari:
Frelsi tungumálsins

Í rappi á sér stað mögnuð nýsköpun á sviði tónlistar og tungumáls, þar sem tvinnast saman veruleiki ungmenna, listsköpun og samfélagsrýni. Á hátíðinni fá áheyrendur að kynnast dönsku og íslensku rappi. Það er námsleið í dönsku og Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur sem stendur fyrir hátíðinni.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Facebook viðburður HÉR

Samræða um rapp og hipp hopp

Samræða um rapp og hipp hopp

Netspjall