Rómönsk fortíðarþrá. Minningar og þverþjóðlegur flutningur Rómafólks í Róm | Háskóli Íslands Skip to main content

Rómönsk fortíðarþrá. Minningar og þverþjóðlegur flutningur Rómafólks í Róm

Hvenær 
13. febrúar 2019 12:00 til 13:00
Hvar 

Askja

N-130

Nánar 
Aðgangur ókeypis

ATH. Breytt dagsetning - 13. febrúar

Fyrirlesari: Marco Solimene doktor í mannfræði

Í þessari kynningu verður skoðuð birtingarmynd fortíðarþrár bosnísks Rómafólks sem beinist að upprunalandi þeirra, Bosníu.

Fortíðarþrá sem snýr bæði að flutningi þeirra til Rómar og þeim miklu breytingum sem urðu í Júgóslavíu.

Hinar framandlegu og dulúðugu minningar sem Rómafjölskyldur lýsa í garð Bosníu vísa til staðar sem er ekki lengur til. Bosnía Títós var land sameinað í friði, hluti af sósealískri Júgóslavíu og fullt af netum Rómafólksins.

Sýnt verður hvernig staðir sem hafa orðið tómir vegna flutninga eru endurskapaðir og endurfylltir með minningum og fortíðarþrá. Einnig hvernig „heima“ getur verið tilfinningalegur frekar en landfræðilegur staður. Ef hægt er að segja að fortíðarþrá sé löngunin eftir horfnum heimkynnum er þá hægt að tala um fortíðarþrá eftir Bosníu? Hvernig birtist þráin í löngu horfin heimkynni hjá fjölskyldum sem hafa á nokkrum áratugum skotið rótum á jaðri rómarsvæðisins?

Marco Solimene doktor í mannfræði

Rómönsk fortíðarþrá. Minningar og þverþjóðlegur flutningur Rómafólks í Róm