Skip to main content

Rave DJ - Má þeyta diskum með tauganetum?

Rave DJ - Má þeyta diskum með tauganetum? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
22. febrúar 2019 14:00 til 15:30
Hvar 

VR-II

V-157

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þorsteinn Jónsson, meistaranemi við the University of Guelph og Vector Institute, heldur opinn fyrirlestur undir yfirskriftinni Rave DJ - má þeyta diskum með tauganetum? föstudaginn 22. febrúar klukkan 14.00. Fyrirlesturinn fer fram í VR II í stofu V-157.

Þorsteinn mun kynna Rave DJ sem er sjálfvirkt snjallforrit sem leyfir hverjum sem er að blanda saman tónlist í gegnum vefsíðuna www.rave.dj. Hann mun gefa nokkur skemmtileg sýnidæmi og útskýra hvernig hægt er að beita fléttufræðilegum bestunaraðferðum ásamt djúpum tauganetum til þess búa til sjálfvirkan diskþeyti. Þá mun Þorsteinn útskýra muninn á þessum aðferðum og varpa ljósi á áhugaverðar rannsóknarspurningar sem vakna í þessu samhengi.

Þorsteinn Jónsson

Rave DJ - Má þeyta diskum með tauganetum?