Ráðstefna: Lestur er lykill að ævintýrum | Háskóli Íslands Skip to main content

Ráðstefna: Lestur er lykill að ævintýrum

Hvenær 
18. nóvember 2017 9:00 til 16:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Nánar 
Rástefnugjald: 12.500 kr. (hádegisverður innifalinn)
Fyrirlestrar á íslensku og ensku

Menntamálastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum þann 18. nóvember við Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Ráðstefnunni er ætlað að skapa vettvang fyrir sérfræðinga, fræðimenn og kennara til að kynna verkefni er lúta að læsi á leik- og grunnskólastigi.

Aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða R. Malatesha Joshi, doktor í lestrar- og móðurmálskennslu við Texas-háskóla í Austin, Rannveig Oddsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið og sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Sólveig Zophoníasdóttir, sérfræðingur við sömu stofnun.

Auk aðalfyrirlestra verða á dagskrá tólf málstofur þar sem m.a. verður greint frá læsi í leikskólum, samstarfi við foreldra, mikilvægi orðaforða, viðhorfi barna til lestrar og ýmsum árangursríkum aðferðum í námi og kennslu.

Setning ráðstefnunnar er í höndum Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Ráðstefnustjóri verður Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.

Skráning fer fram á vef Menntavísindastofnunar.

Ráðstefnugjald er 12.500 kr. og er matur innifalinn í verði.

Ráðstefnugjald fyrir nemendur háskóla er 6.250 kr. og er matur innifalinn í verði. Vinsamlega sendið póst á krishar@hi.is ef þið eruð í háskólanámi og viljið skrá ykkur á ráðstefnuna. 

Ágrip ráðstefnunnar má nálgast hér.

Lestur er lykill að ævintýrum þann 18. nóvember við Háskóla Íslands í Stakkahlíð

Dagskrá

08:30 - 09:00
Ráðstefnugögn afhent
09:00 - 09:15
Setning ráðstefnu – Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
09:15 - 10:15
Aðalerindi – Application of the Componential Model of Reading for Assessment and Intervention – R. Malatesha Joshi
10:15 - 10:30
Kaffi
10:30 - 12:00
Málstofur
12:00 - 12:50
Matur
12:50 - 13:20
Aðalerindi – Samræður til náms – Sólveig Zophoníasdóttir
13:20 - 14:00
Aðalerindi – Læsisstefna í lærdómssamfélagi – Rannveig Oddsdóttir
14:00 - 15:30
Málstofur
15:30 - 15:45
Ráðstefnuslit

Netspjall