Skip to main content

Erindi Árna Árnasonar sem hlotið hefur framgang í stöðu prófessors í sjúkraþjálfun

Erindi Árna Árnasonar sem hlotið hefur framgang í stöðu prófessors í sjúkraþjálfun  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. nóvember 2020 15:00 til 16:00
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Árni Árnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið HÍ. 

Af því tilefni bjóðum við til fjarviðburðar þar sem fjallað verður um feril Árna en rannsóknir hans hafa einkum snúið að mekanisma og áhættuþáttum meiðsla í íþróttum og forvörnum meiðsla, en einnig að þróun og prófun nýrra aðferða við meðhöndlun meiðsla.

Hann flytur erindi um störf sín og feril þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15:00. Erindinu verður streymt hér. 

Árni er fæddur þann 6. febrúar 1963 í Reykjavík. Foreldrar hans eru Árni Guðmundsson íþróttakennari og fyrrverandi skólastjóri Íþróttakennaraskóla Íslands, Laugarvatni og Hjördís Þórðardóttir íþróttakennari. Eiginkona Árna er Dóra Guðrún Wild leikskólakennari og eiga þau 3 börn.

Árni lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1983 og útskrifaðist úr Námsbraut í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands 1987. Árni lauk meistaranámi 1993 frá Norwegian School of Sport Sciences og doktorsprófi frá sama skóla árið 2004.

Doktorsverkefni hans var „Injuries in Football: Risk factors, injury mechanisms, team performance and prevention“.

Eftir doktorsnám starfaði Árni sem lektor í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands til 2005 og dósent til 2020 þar til hann varð prófessor í júlí 2020. Á þessum tíma hefur Árni einnig starfað sem sérfræðingur í íþróttasjúkraþjálfun í Gáska, Bolholti 8, þar sem hann er einn af eigendum.

Sem fyrr segir hafa rannsóknir hans einkum snúið að mekanisma og áhættuþáttum meiðsla í íþróttum og forvörnum meiðsla, en einnig að þróun og prófun nýrra aðerða við meðhöndlun meiðsla.

Sjáum vonandi sem flesta á Zoom

Árni Árnason hefur hlotið framgang í stöðu prófessors í sjúkraþjálfun við Heilbrigðisvísindasvið HÍ.  Af því tilefni bjóðum við til fjarviðburðar þar sem fjallað verður um feril Árna en rannsóknir hans hafa einkum snúið að mekanisma og áhættuþáttum meiðsla í íþróttum og forvörnum meiðsla, en einnig að þróun og prófun nýrra aðferða við meðhöndlun meiðsla. Hann flytur erindi um störf sín og feril þriðjudaginn 3. nóvember kl. 15:00. Erindinu verður streymt hér.
 

Prófessorsfyrirlestur: Árni Árnason hlýtur framgang í stöðu prófessors við Læknadeild