Skip to main content

Opinn MS fyrirlestur í Matvælafræði - Weronika Anna Gesciak

Opinn MS fyrirlestur í Matvælafræði - Weronika Anna Gesciak - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
7. júní 2019 16:00 til 17:00
Hvar 

Læknagarður

Stofa 201

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Weronika Anna Gesciak

Heiti verkefnis: Núverandi og framtíðar markaðir rauðátuafurða

___________________________________________

Deild: Matvæla- og næringarfræðideild

Leiðbeinendur: María Guðjónsdóttir og Sigrún Huld Jónasdóttir (DTU)

Prófdómari: Kolbrún Sveinsdóttir (Matís)

Ágrip

Markmið verkefnisins var að framkvæma ítarlega markaðsrannsókn á núverandi stöðu og framtíðarmöguleikum á markaði fyrir rauðátuafurðir. Markaðir fyrir verðmæt innihaldsefni rauðátunnar voru rannsakaðir, með áherslu á markaði fyrir ómega-3 fitusýrur og astaxanthín, en einnig voru helstu samkeppnisaðilar greindir. Neytendakönnun var einnig framkvæmd til þess að kanna neyslu og þekkingu neytenda á ómega-3 og astaxanthín fæðubótarefnum, ásamt tengdum snyrtivörum.