Skip to main content

Opin vinnusmiðja vegna umsókna í Rannsóknasjóð (Rannís)

Opin vinnusmiðja vegna umsókna í Rannsóknasjóð (Rannís) - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
17. maí 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Árnagarður

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Vinnusmiðjan er fyrir alla starfsmenn Félagsvísindasviðs og eru nýir starfsmenn og doktorsnemar sérstaklega hvattir til að mæta.

Í vinnusmiðjunni verður unnið með umsóknir í Rannsóknasjóð (Rannís). Vinnusmiðjan hefst á stuttu innleggi frá umsjónarmönnum, þar sem farið verður yfir ýmsa ferla, kerfi og helstu nýjungar. Aðstoð verður veitt vegna verkefnislýsinga, fjárhagsgerðar, umsóknarkerfis o.fl.

Í beinu framhaldi geta þátttakendur komið með sínar eigin vangaveltur á þeim stað sem hver og einn er staddur í umsóknarferlinu og fengið beina aðstoð frá umsjónarmönnum.

Hvorki er þörf á fyrri reynslu né þekkingu á umsóknarskrifum til að taka þátt í þessari vinnusmiðju. Þátttakendur mæta með sínar umsóknir, hugmyndir og vangaveltur og taka virkan þátt í vinnusmiðjunni þar sem fagaðilar leiða vinnuna.

Kennsla: Hulda Proppé rannsóknastjóri FVS, Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz verkefnisstjóri FVS og Ólafur Jón Jónsson verkefnisstjóri FVS

Vinnusmiðjan er fyrir alla starfsmenn Félagsvísindasviðs og eru nýir starfsmenn og doktorsnemar sérstaklega hvattir til að mæta. Í vinnusmiðjunni verður unnið með umsóknir í Rannsóknasjóð (Rannís). 

Opin vinnusmiðja vegna umsókna í Rannsóknasjóðs (Rannís)