Skip to main content

Miðbiksmat í eðlisfræði - Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir

Miðbiksmat í eðlisfræði - Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
26. febrúar 2020 14:00 til 15:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 103

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Titill: Segulmögnun vegna nálægðarhrifa og segultenging laga í myndlausum fjöllögum

Doktorsefni: Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir

Doktorsnefnd: Friðrik Magnus, vísindamaður við Raunvísindastofnun Háskólans
Snorri Ingvarsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands
Björgvin Hjörvarsson, prófessor við University of Uppsala

Ágrip

Með segulnálægðarhrifum er átt við spönuð segul ástönd í meðsegluðu (MS) efni sem er tilkomið vegna nálægðar við járnseglandi efni (JS). Yfirleitt eru þessi hrif mæld í samsettum eða lagskiptum efnum, þar sem JS spanar upp segulmögnun í MS. Með því að breyta samsetningu í myndlausu Co(x)AlZr(x-1) getum við stillt af Curie hitastigið Tc svo það er langt fyrir neðan stofuhita. Þá er efnið á mörkum þess að vera járnseglandi. Hérna sýnum við að í Co60(AlZr)40 / Co85(AlZr)15 marglögum með háu og lágu Tc á víxl, er ofurmeðseglandi fasi framkallaður í MS vegna nálægðar við JS. Þetta segulástand er langreikið og er til staðar við hitastig sem er þrisvar sinnum hærra en innra Curie hitastig MS lagsins.

Við rannsökum líka seguleiginleika í þverstæðum seguláttuðum þunnhúðum, samsettum úr Tb12Co88 og Co85(AlZr)15, með hornrétta og lárétta seguláttun miðað við plan sýnisins. Við sýnum að vegna sterkra skiptikrafta milli þessara laga, fæst ný spunaáferð í CoAlZr laginu. Með því að máta breiðbogaföll við mælda segulheldnilykkju sýnanna, getum við greint svæði í CoAlZr laginu, þar sem segulspunarnir halla frá planinu og hluti spunaáferðarinnar liggur þvert á filmuna. Þetta svæði hefur svipaða seguleiginleika og TbCo lagið, og verkar því eins og segulgormur. Að finna einfalda leið til að framleiða segulvirk efni með seguláttum sem hallar frá plani filmunnar getur skipt sköpum í til dæmis segulminnum, þar sem þessi efni gætu leitt til hækkunnar í yfirborðsþéttleika vegna lækkunnar í segulheldnisdreifingu.


 

Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir

Miðbiksmat í eðlisfræði - Kristbjörg Anna Þórarinsdóttir