Skip to main content

Meistaravörn í lyfjafræði - Bjarne Ómar Nielsen

Meistaravörn í lyfjafræði - Bjarne Ómar Nielsen  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. október 2019 13:25 til 13:50
Hvar 

Hagi

Hagi, stofa 213

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 11. október ver Bjarne Ómar Nielsen MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið The Use of Mass Spectrometry in the Clinical Laboratory - Quantification of Cortisol and Cortisone with LC-MS/MS

Prófdómarar eru dr. Hákon Hrafn Sigurðsson, prófessor við Lyfjafræðideild og dr. Elvar Örn Viktorsson, lektor við Lyfjafræðideild

Umsjónarkennari Bjarne var dr. Margrét Þorsteinsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild. 

Ágrip af rannsókn

Undanfarinn áratug hefur notkun á LC-MS/MS aukist á klínískum rannsóknarstofum og uppfærsla á tækjum til að til að fá betri næmni og hraðari niðurstöður þegar lakkríssýra og kortisól og kortisón eru greind á sama tíma, hefur átt sér stað. Það er nauðsynlegt að gilda mæliaðferðirnar áður en þær eru uppsettar á klínískum rannsóknastofum.

Rannsóknin var að meta gögn út frá gildingu á magngreiningaraðferð og greiningu á klínískum sýnum með lakkríssýru, kortisól/kortisón í blóði manna sem og kortisól/kortisón í þvagi manna.

Gildingin á lakkríssýru var samþykkt en var hafnað fyrir kortisól og kortisón. Það var marktækur munur á lakkríssýru magni í blóði manna en ekki marktækur munur á klínísku sýnunum frá kortisóli/kortisóni í blóði og þvagi manna fyrir og eftir neyslu á lakkrís.

Um nemandann

Bjarne Ómar Nielsen fæddist 8. febrúar 1985 í Danmörku og flutti til Íslands sjö árum seinna. Ólst upp í Stykkishólmi, móðir er Sólborg Olga Bjarnadóttir, faðir var Flemming Nielsen og maki er Ólöf Eyjólfsdóttir. Var skiptinemi í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum og útskrifaðist með stúdentspróf frá Fjölbrautarskóla Snæfellinga.

Föstudaginn 11. október ver Bjarne Ómar Nielsen MS verkefni sitt í lyfjafræði við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Verkefnið ber heitið The Use of Mass Spectrometry in the Clinical Laboratory - Quantification of Cortisol and Cortisone with LC-MS/MS

Meistaravörn í lyfjafræði - Bjarne Ómar Nielsen