Skip to main content

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði- Valentina Klaas

Meistarafyrirlestur í umhverfis- og auðlindafræði- Valentina Klaas - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
24. janúar 2019 16:00 til 17:30
Hvar 

VR-II

Stofa 157

Nánar 
Fer fram á ensku
Allir velkomnir

Meistaranemi: Valentina Klaas

Heiti verkefnis: Borgarmynstur, ferðalög og aðgangur að afþreyingarsvæðum sem þættir af uppbóta ferðahegðun 

___________________________________________

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Leiðbeinendur: Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og Michal Czepkiewicz

Prófdómari: Berglind Hallgrímsdóttir, verkfræðingur hjá Eflu

Ágrip

Borgarumhverfið er oft talið sjalfbærara en dreifbýlin hvað varðar losun frá ferðum, vegna aukins fólksþéttleika. Hins vegar er sjálfbærni borga frekar flókin vegna þeirra marga þátta sem geta haft áhrif á hana. Íbúar stórborga hafa tilhneigingu til að fara oftar í lengri ferðalög en þeir sem búa í sveitinni, og er ein af tilgátum fyrir ástæðum þess “uppbóta ferðahegðun”, þar sem borgarbúar fara oftar í frí út á land eða erlendis til þess að komast í burtu frá truflunum borgarinnar og þéttbýlis, eða vegna þess þess að það vantar aðgang að náttúrulegum svæðum innan borgarinnar. Þessi rannsókn metur ferðahegðun íbúa frá tveimur evrópskum borgum: Reykjavík og Helsinki, og ber saman tómstundaferðalög íbúanna til að rannsaka uppbóta ferðahegðun. Gögn voru notuð frá Reykjavík og Helsinki, sem söfnuð voru með PPGIS aðferð, sem notar bæði gangvirk kort og netkönnun. Greining var gerð á fjölda ferða innan eins árs sem tengjast uppbóta ferðalögum. Líf- og félagsfræðilegar breytur voru metnar í tengslum við meðaltal ferða út á land og erlendis. NDVI gildi voru sköpuð og borin saman við fjölda ferða í frí. Ennfremur voru fjarlægðir heimila frá grænum, bláum og opnum svæðum reiknaðar og fylgni við fjölda ferða skoðuð. Niðurstöður benda til þess að líf- og félagsfræðilegar breytur hafa mikil áhrif á tíðni ferða, frekar en uppbóta ferðahegðun, sem og þættir hvað varða bílaeign eða aðgengi að sumarbústað. Á heildina litið hefur greiningin á NDVI gildum, vegalengdum til náttúrulegra svæða og nálægðargreining ekki bent á tölfræðilega marktækar vísbendingar um uppbóta ferðahegðun, þ.e.a.s. tíðni ferðalaga, hjá íbúum beggja borga.