Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðfræði- Þóra Björg Andrésdóttir

Meistarafyrirlestur í jarðfræði- Þóra Björg Andrésdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
1. júní 2018 14:00 til 15:30
Hvar 

Askja

Stofa 132

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Meistaranemi: Þóra Björg Andrésdóttir
Heiti verkefnis: Vá vegna eldsumbrota á Reykjanesi, greining á helstu umbrotasvæðum og staðsetningu innviða
___________________________________________
Deild: Jarðvísindadeild 
Leiðbeinandi: Ármann Höskuldsson, vísindamaður

Einnig í meistaranefnd: Ingibjörg Jónsdóttir, dósent og Þorvaldur Þórðarson prófessor.

Prófdómari: Sólveig Þorvaldsdóttir

Ágrip

Eldgos geta haft víðtækar afleiðingar, ekki einungis fyrir nærumhverfi heldur einnig á heimsvísu. Ísland er mjög eldvirkt, með háa eldgosatíðni og er eldvirknin tengd stöðu landsins á flekaskilum og heitum reiti undir landinu. Langur tími getur þó liðið á milli goshrina og því má leiða líkur að því að afleiðingar þeirra gosa séu ekki lengur í minni manna. Jafnframt hafa mörg þessara eldgosa einnig átt sér stað fyrir tíma vöktunar og því líklegt að síðustu gos á einhverjum svæðum hafi ekki verið rannsökuð með nútímatækni. Á Reykjanesskaga eru fimm virk eldstöðvakerfi með stefnuna SV-NA, þar sem eldvirkni kemur í hrinum en síðasta eldgosahrina endaði í Reykjaneseldum milli 1210-1240. Greiningar á eldgosavá eru mjög mikilvægar á Reykjanesskaga þar sem íbúafjöldi er mikill og mikilvægir innviðir tengja bæi langar vegalengdir. Til þess að meta tjónnæmi svæðisins er þekktum aðferðum í mati á eldfjallavá á eldsumbrotasvæðum fylgt. Fyrstu skrefin við greiningu eldgosavár á Reykjanesskaga eru tekin með því að byggja gagnagrunn. Mat á tjónnæmni svæðisins með áherslu á líklegustu svæðin þar sem eldgos gætu hafist, ásamt nákvæmara hættumat, er unnið fyrir Reykjanes, vestasta eldgosakerfi skagans þar sem Grindavík, Vogar og Keflavík standa í nálægð við með áherslu á mikilvæga innviði á svæðinu.

Þóra Björg Andrésdóttir

Meistarafyrirlestur í jarðfræði- Þóra Björg Andrésdóttir