Skip to main content

Meistarafyrirlestur í jarðfræði -Erla Guðný Helgadóttir

Meistarafyrirlestur í jarðfræði -Erla Guðný Helgadóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
3. júní 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://eu01web.zoom.us/j/66268068952?pwd=NDVrVEUyNnRrci9kenZLYXZHbUwxdz09

Meistaranemi: Erla Guðný Helgadóttir

Heiti verkefnis: Rifjagarðar á heiðum sunnan Vopnafjarðar

___________________________________________

Deild: Jarðvísindadeild

Leiðbeinendur: Ívar Örn Benediktsson, rannsóknarsérfræðingur hjá Jarðvísindastofnun og Ólafur Ingólfsson, prófessor við Jarðvísindadeild

Prófdómari: Þorsteinn Sæmundsson, aðjúnkt við Líf- og umhverfisvísindadeild

Ágrip

Hraðskreiðir farvegir meginlandsjökla kallast ísstraumar. Þeir flytja mikið magn af ís og seti sem frá jöklunum kemur. Algengt er að rannsaka fornjökulumhverfi til þess að varpa ljósi á eðli og virkni ísstrauma. Þessi rannsókn lýtur að fornum ísstraumum sem runnu um Norðausturland við lok síðasta jökulskeiðs og skildu eftir sig sérstök landform. Ein tegund þessara landforma eru svokallaðir rifjagarðar, sem eru hryggir sem myndast undir ísstraumum þvert á flæðistefnu. Uppruni rifjagarða er óljós enda erfitt að rannsaka þá í virku jökulumhverfi þar sem botn nútímaísstrauma er óaðgengilegur. Sunnan Vopnafjarðar er að finna svokallaða rifjagarða sem talið er að hafi myndast undir ísstraumi sem náði frá ísaskilum út á landgrunn. Rifjagörðum hefur ekki verið áður lýst á Íslandi en eru lykill að því að auka þekkingu okkar á íslenska ísaldarjöklinum og mikilvægi ísstrauma í honum. Innri og ytri gerð hryggjanna er rannsökuð ásamt tengslum við landslag og umhverfi. Afurð rannsóknarinnar er líkan að myndun rifjagarða sunnan Vopnafjarðar. Garðarnir tengjast líklega breytingum á botnaðstæðum og hraða flæðis nærri ísaskilum. Teygt flæði milli ísaskila og ísstraums olli myndun þversprungna á yfirborði jökuls. Vatn í setlögum við botn leitaði lægsta þrýstings undir þversprungum sem gerði það að verkum að set gat staflast upp undir sprungunum og myndað þverhryggi. Ísstraumurinn varð óvirkur við hörfun og bráðnun jökulsins sem varð til þess að rifjagarðarnir varðveittust í nokkuð upprunalegri mynd. Verkefnið varpar og ljósi á afjöklun á Norðausturlandi, sem hingað til hefur verið illa þekkt, og getur gagnast við að auka skilning á hegðun nútímaísstrauma á Grænlandi og Suðurskautslandinu.