Skip to main content

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Harpa Þrastardóttir

Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði - Harpa Þrastardóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
2. júní 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlesturinn verður á Zoom:https://eu01web.zoom.us/j/62372963779

Meistaranemi: Harpa Þrastardóttir

Heiti verkefnis: Innleiðing á ISO 14001 hjá Malbikunarstöðinni Hlaðbæ - Colas

___________________________________________

Deild: Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Leiðbeinandi: Guðmundur Valur Oddsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Rögnvaldur J. Sæmundsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Prófdómari: Ari Jónasson, verkfræðingur hjá Isal

Ágrip

Frá því að ISO 14001 var kynnt til leiks árið 1996 hafa fyrirtæki um allan heim innleitt staðalinn. Staðallinn er alþjóðlegur og opin öllum og hægt er að aðlaga hann að mismunandi starfsemi út um allan heim. Markmið staðlsins er að hjálpa fyrirtækjum að stýra betur umhverfismálum og vinna að stöðugum umbótum.

Markmið ritgerðarinnar er að rannsaka helstu árskoranir verktakafyrirtækja við innleiðingu á ISO 14001. Rannsóknin er unnin með því að fylgjast með innleiðingarferli Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar – Colas frá því að innleiðingin hefst í lok árs 2015 og þar til vottun fæst árið 2017.

Niðurstöður rannsóknarinnar eru að helstu áskoranir verktakafyrirtækja við innleiðingu á ISO 14001 eru stærð fyrirtækisins, rekstrarsveiflur, kostnaður við innleiðingu, aðlögunarhæfni þess við breytingar, ábyrgð á kerfinu og rekstur þess ásamt þáttum sem snúa beint að starfsfólki svo sem viðhorf, skuldbinding, þekking, þjálfun, starfsmannavelta og stjórnenda breytingar.