Skip to main content

Meistarafyrirlestur í efnafræði - Linda A. Hancock

Meistarafyrirlestur í efnafræði - Linda A. Hancock - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
10. desember 2018 12:30 til 13:10
Hvar 

VR-II

Stofa 158

Nánar 
Allir velkomnir

Meistaranemi: Linda A. Hancock

Heiti verkefnis: In vivo greiningar á efnasambandi með Mo2O2S4-kjarna

___________________________________________

DeildRaunvísindadeild

Leiðbeinandi: Sigríður Guðrún Suman, prófessor við Raunvísindadeild

Einnig í meistaranefnd: Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður við Raunvísindastofnun Háskólans

Prófdómari: Gissur Örlygsson, verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Ágrip

Flokkur efnasambanda með “Mo2O2S4” kjarnann var sýndur hvatavirkur fyrir umbreytingu síaníðs í þíósíanat ex vivo og jafnframt sýnir lítlar eitrunarverkanir gegn mismunandi frumutegundum í in vitro tilraunum. Eitt efni úr þessum flokki var valið til að framkvæma in vivo tilraunir. Það var gefið NMRI músum með inngjöf í kviðarhol við nokkra styrki til að ákvarða upptöku, dreifingu og útskolun efnasambandsins, sem og virkni þess sem mótefni gegn blásýrueitrun í innöndunartilraunum.
Ákvörðun upptöku, dreifingar og útskolunar fól í sér magnbundna greiningu á molybdenum í blóðsýnum músanna sem styrk Mo sem fall af tíma. Blóðsýnin voru unnin með klassísku niðurbroti í sýru og Mo styrkur ákvarðaður með ICP-OES mælingu. LCt50 fyrir HCN gas var ákvarðað fyrir tilraunina með magnbundinni greiningu á loftsýnum teknum við tilraunaaðstæðurnar, og virkni mótefnisins var mæld við sömu aðstæður. Gæðaeftirlit var framkvæmt með notkun staðla til að tryggja tölfræðilegt gildi allra mælinga nýttum í niðurstöður.

Niðurstöðurnar í þessari ritgerð sýna lofandi hegðun efnasambandsins in vivo og býður mögulega uppá áður óþekkta afeitrunarleið sem mótefni fyrir blásýrueitrun.