Skip to main content

Meistarafyrirlestur í byggingarverkfræði - Xuyang Jin

Meistarafyrirlestur í byggingarverkfræði - Xuyang Jin - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
27. maí 2020 14:00 til 15:00
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fyrirlestrinum verður streymt: https://eu01web.zoom.us/j/66742667110?pwd=eWp4TElPdDk5dFhGaWx5ZkJBYzh5dz09

Meistaranemi: Xuyang Jin

Heiti verkefnis: Varmageymir í bergi við sífrera aðstæður

___________________________________________

Deild: Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Leiðbeinandi: Bjarni Bessason, prófessor við Umhverfis- og byggingaverkfræðideild

Einnig í meistaranefnd: Arne Aalberg, prófessor við háskólasetrið á Svalbarða (UNIS)  og Aleksey Shestov, dósent við háskólasetrið á Svalbarða (UNIS)

Prófdómari: Halldór Pálsson, prófessor  við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild

Ágrip

Samfélagið á Svalbarða, nyrstu byggð Noregs, leitar leiða til að nota hreinni orku en nú er gert og einnig aðferða við að lækka hitunarkostnað fyrir hús. Vænleg aðferð í þessu sambandi, bæði tæknilega og með tilliti til kostnaðar, er geyma varma til skamms tíma sem og á milli árstíma með borholu varmageymi (e. Borehole Thermal Energy Storage – BTES). Fullbúið BTES-kerfi samanstendur af orkumiðstöðvareiningu og þremur undirkerfum. Nánar tiltekið varmainnflæðikerfi, varmageymi og varmaútflæðikerfi. Orkumiðstöðvar-einingin stýrir varmaflæðinu á milli undirkerfanna. Yfirvöld á Svalbarða hafa ákveðið að byggja tilraunavarmageymi nálægt flugvellinum við Longyearbyen til að rannsaka BTES kerfi við sífrera aðstæður. Reynsluna og lærdóminn af slíku tilraunakerfi má síðan nota til að byggja varmageymi í fullri stærð fyrir samfélagið. Í þessari ritgerð var stillt um eðlisfræðilegu tölvulíkani af  fyrirhuguðu tilraunakerfi og í framhaldinu voru gerðar hermanir þar sem stuðst var við tilteknar forsendur varðandi umhverfishita varmaleiðni bergs og mismunandi hönnunarútfærslur. Reiknuð var út varmaútbreiðsla  og hitastigsþróun sem falla af tími í bergi umhverfis borholur þar sem varma var dælt niður. Þó ýmsar forsendur sem notaðar voru séu einföldun á raunveruleikanum má eigi að síður draga ákveðinn lærdóm af slíkum útreikningum.  Þegar raunverulegar mælingar frá tilraunakerfinu liggja fyrir má síðan kvarða tölvulíkanið betur til að auka áreiðanleika þess og nákvæmni.