Skip to main content

Málþing Almannaheilla og Vaxandi: Hvað er samfélagsleg nýsköpun?

Málþing Almannaheilla og Vaxandi: Hvað er samfélagsleg nýsköpun? - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
11. mars 2021 12:15 til 13:30
Hvar 
Nánar 
Aðgangur ókeypis

Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands, 11. mars nk. verður umfjöllunarefnið samfélagsleg nýsköpun. Með samfélagslegri nýsköpun er átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks og annarra hagsmunaaðila.

 

Hver eru dæmi um samfélagslega nýsköpun?

 

Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf mun fjalla um samfélagslega nýsköpun á vettvangi félagasamtaka. Í kjölfarið mun Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Stílvopnsins segja frá samfélagslegum nýsköpunarverkefnum á sviði samfélagslista.

 

Stjórnvöld hafa stutt við samstarfsverkefni Almannaheilla og Vaxandi í þeim tilgangi að efla félagslegt frumkvöðlastarf og samfélagslega nýsköpun.

Viðburður fer fram á Zoom

Steinunn Hrafnsdóttir, prófessor í félagsráðgjöf og Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Stílvopsins.

Málþing Almannaheilla og Vaxandi: Hvað er samfélagsleg nýsköpun?