Skip to main content

Málefni flóttabarna og fjölskyldna þeirra

Málefni flóttabarna og fjölskyldna þeirra - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. október 2017 12:00 til 13:00
Hvar 

Árnagarður

301

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Dr. Angelea Panos sálfræðingur, félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur heldur fyrirlestur í Árnagarði fimmtudaginn 12.október. Angelea hefur 30 ára reynslu af klíniskri vinnu í Bandaríkjunum og víðar í heiminum. Hún hefur töluverða reynslu af því að vinna með flóttafólki og hefur sérhæft sig sérstaklega í vinnu með flóttabörnum og fjölskyldum þeirra. .

Fyrirlestur Angela fjallar um starf með flóttafólki með áfallastreituröskun og hvernig er hægt að meta þarfir þeirra til þjónustu. Hún mun einnig fjalla um með hvaða hætti hægt er að styrkja fjölskyldur sem hafa neyðst að flýja heimaland sitt

Dr. Angela Panos félagsráðgjafi og sálfræðingur að mennt. Einnig er hún fjölskyldumeðferðarfræðingur með 30 ára reynslu af klíniskri vinnu í Bandaríkjunum og víðar í heiminum. Hún hefur mikla reynslu af því að vinna með flóttafólki. Hún hefur sérhæft sig sérstaklega í vinnu með flóttabörnum og fjölskyldum þeirra.