Skip to main content

„Lítil þjóð í stóru landi hefur ekki efni á...“

„Lítil þjóð í stóru landi hefur ekki efni á...“  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
12. mars 2019 11:40 til 13:10
Hvar 

Oddi

101

Nánar 
Aðgangur ókeypis

„Lítil þjóð í stóru landi hefur ekki efni á...“ Þjóðernishyggja, nýfrjálshyggja og byggðastefna á Íslandi

Fyrirlesari: Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði Háskólanum á Akureyri

Í erindinu verður fjallað um íslenska byggðastefnu frá Innréttingunum í Reykjavík 1752 til opnunar Vaðlaheiðarganganna 2019, hlutverk Reykjavíkur í uppbyggingu þjóðríkisins og samspil þjóðernishyggju og nýfrjálshyggju í mótun byggðastefnunnar síðustu áratugi. Dæmi verða tekin af sígildum deilumálum á borð við skipulag heilbrigðiskerfisins, kvótakerfið í sjávar-útvegi, styrki til landbúnaðar, jarðgangagerð og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar. Loks verður spáð í framtíð borgar og byggða í ljósi tæknibyltingar atvinnuhátta, afþreyingar og samskipta.

 

Þóroddur Bjarnason lauk BA-prófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands (1991), MA prófi í aðferðafræði frá University of Essex (1995) og doktorsprófi í félagsfræði frá University of Notre Dame (2000).

Þóroddur var lektor við SUNY-Albany 2000–2004 og hefur verið prófessor við Háskólann á Akureyri frá 2004. Hann var jafnframt stjórnarformaður Byggðastofnunar 2011–2015.

Síðustu ár hafa rannsóknir Þórodds einkum verið á sviði byggðafélagsfræði og hann stýrir nú viðamiklu rannsóknarverkefni um byggðaþróun á Íslandi.

Viðburður á vegum Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar

Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði Háskólanum á Akureyri

„Lítil þjóð í stóru landi hefur ekki efni á...“